Viðskipti innlent

Staða Haga um hálfum milljarði betri en talið var

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Fjárhagsstaða Haga hf., er ríflega 510 milljónum króna betri en talið var í lok nóvember. Þetta kemur fram í viðauka sem Arion banki birti í dag við útboðslýsingu á Högum. Bætt fjárhagsstaða skýrist af endurútreikningi Arion banka hf. á gengistryggðum lánum félagsins. Endurútreikningurinn er til kominn vegna fordæmis Hæstaréttar í máli Landsbankans gegn þrotabúi Motormax ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×