Lýsing telur gengisdóminn ekki fordæmisgefandi 21. október 2011 17:05 Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. Í máli sem fyrirtækið Smákranar reka gegn Lýsingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur reynir á lögmæti gengistryggingar fjármögnunarleigusamnings Lýsingar og verður aðalflutningur málsins þann 16. nóvember næstkomandi. Lýsing gerir ráð fyrir dómsuppkvaðningu í byrjun desember. Verði héraðsdómi áfrýjað til Hæstaréttar, ætti endanleg niðurstaða að liggja fyrir fyrri hluta næsta árs. Í tilkynningu frá Lýsingu segir félagið að samningar þess um fjármögnunarleigu séu skýrir leigusamningar en ekki lánasamningar og falli þar af leiðandi ekki undir gildissvið vaxtalaga og þann skilning Hæstaréttar að lögin banni gengistryggingu lána. Samningarnir séu ólíkir bílasamningum og öðrum kaupleigusamningum sem meirihluti Hæstaréttar telji sambærilega samningi Íslandsbanka. Tengdar fréttir Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33 Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing segir að þeir fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið hefur gert sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningnum sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna. Hæstiréttur dæmdi í gær samning Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka ógildan. Þótt upphæð þess samnings hafi ekki verið há er um milljarðahagsmuni að tefla því að Íslandsbanki og Landsbankinn þurfa nú að endurreikna um 7500 samninga vegna fordæmisgildis dómsins. Lýsing segist hins vegar ekki geta litið á niðurstöðu dómsins sem fordæmi vegna fjármögnunarleigusamninga sinna. Í máli sem fyrirtækið Smákranar reka gegn Lýsingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur reynir á lögmæti gengistryggingar fjármögnunarleigusamnings Lýsingar og verður aðalflutningur málsins þann 16. nóvember næstkomandi. Lýsing gerir ráð fyrir dómsuppkvaðningu í byrjun desember. Verði héraðsdómi áfrýjað til Hæstaréttar, ætti endanleg niðurstaða að liggja fyrir fyrri hluta næsta árs. Í tilkynningu frá Lýsingu segir félagið að samningar þess um fjármögnunarleigu séu skýrir leigusamningar en ekki lánasamningar og falli þar af leiðandi ekki undir gildissvið vaxtalaga og þann skilning Hæstaréttar að lögin banni gengistryggingu lána. Samningarnir séu ólíkir bílasamningum og öðrum kaupleigusamningum sem meirihluti Hæstaréttar telji sambærilega samningi Íslandsbanka.
Tengdar fréttir Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33 Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fjármögnunarleigusamningur var í raun lánasamningur Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar sem fyrirtækið Kraftvélar gerði við Íslandsbanka vegna kaupa á vinnuvél væri í raun lánssamningur. Ákvæði í samningnum um gengistryggingu lánsins væri ólöglegt og vísaði Hæstiréttur þar í dóma Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. 20. október 2011 17:33
Milljarðahagsmunir í húfi Íslansbanki segir að varúðarreiknignur bankanas standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins. 20. október 2011 18:22