Viðskipti innlent

Marel hagnaðist um 1,67 milljarða á þriðja ársfjórðungi

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, er stjórnarformaður Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, er stjórnarformaður Marels.
Hagnaður Marels nam 10,5 milljónum evra, 1.674 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi samkvæmt tilkynningu félagsins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 2,4 milljónum evra. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaðurinn 19,5 milljónum evra.

Uppgjörið hafði jákvæð áhrif á markaðsverð Marels en það hækkaði um 5,6% í viðskiptum dagsins eins og sjá má á yfirliti yfir þróun markaðsverðs í kauphöllinni hér á Vísir.is.

Tekjur þriðja ársfjórðungs 2011 námu 169,1 milljónum evra, sem er 13,1% aukning samanborið við þriðja ársfjórðung 2010.

Tekjur námu 169,1 milljónum evra, á þriðja ársfjórðungi sem er 13% aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári og 4% samanborið við fyrri ársfjórðung.

Rekstrarhagnaður var 11,5% af veltu sem er í samræmi við markmið þar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×