Arion segir verðbólguna yfir markmiðum næstu tvö árin Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2011 13:05 Greiningadeild Arion banka gerir ráð fyrir því að verðbólga verði yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans næstu tvö árin. Samkvæmt spánni verður verðbólga í 5,4% í lok þessa árs, 3,4% í lok næsta árs og 4% í lok árs 2013. Greiningadeildin segir að þessi viðvarandi verðbólga eigi rætur sínar að rekja til nokkurra þátta. Þyngst vegi hækkun á markaðsverði húsnæðis. Samkvæmt spá greiningardeildar er útlit fyrir að skortur á íbúðamarkaði árið 2013 muni leiða af sér enn frekari hækkanir á húsnæðisverði en á árinu 2012. Samhliða verðhækkunum á íbúðamarkaði og auknum umsvifum í hagkerfinu árið 2013 megi því búast við því að verðbólgan fari lítillega upp á ný. Að öðru leyti liggja eftirtaldar forsendur að baki: Undirliggjandi slaki í hagkerfinu enn til staðar. Að okkar mati er sú aukna eftirspurn sem mældist síðla sumar tímabundin. Launahækkanir í sumar og útgreiðsla vegna endurútreikninga gengistryggðra lána hefur eflaust haft tímabundin áhrif á neyslumynstur heimila. Tillaga í frumvarpi fjárlaga um minnkun framlags í séreignasparnað úr 4% í 2% gæti þó haft neikvæð áhrif á hvata einstaklinga til að spara og leitt til aukinnar neyslu heimila í vetur ef tillagan verður samþykkt í óbreyttri mynd. Launhækkanir sumarsins leiddu til kostnaðarverðbólgu. Áframhaldandi launahækkanir í samræmi við kjarasamninga munu hafa áhrif til hækkunar. Inn í launaliðinn á eftir að bætast við 3,5% hækkun 2012 og 3,25% árið 2013 sem við gerum ráð fyrir að verði ýtt út í verðlag nokkuð örugglega. Krónan stöðug - höftin ekki að fara. Flest bendir til þess að höftin verði hér um allnokkra hríð a.m.k. fram til ársins 2015, líkt og heimild er nú til. Miðað við horfur um undirliggjandi viðskiptajöfnuð er fátt sem bendir til þess að miklar breytingar verði á gengi krónunnar á spátímabilinu sem hér er til skoðunnar. Skatta- og gjaldskrárhækkanir: Halda í við verðlagshækkanir. T.a.m. mun ríkið hækka álögur áfram á bensín, áfengi og tóbak, OR hækka verðskrá sína, og sveitarfélög hækka leikskólagjöld, sorphirðugjöld o.s.frv. svo að verðskrá haldi verðgildi sínu. Húsnæðisliður til hækkunar: Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist verulega á það sem af er ári. Að mati greiningardeildar verðurhúsnæðisliðurinn einn helsti drifkraftur verðbólgunnar á næstu misserum, en greiningardeild spáir 18% uppsafnaðri nafnverðshækkun á húsnæði til loka ársins 2013. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greiningadeild Arion banka gerir ráð fyrir því að verðbólga verði yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans næstu tvö árin. Samkvæmt spánni verður verðbólga í 5,4% í lok þessa árs, 3,4% í lok næsta árs og 4% í lok árs 2013. Greiningadeildin segir að þessi viðvarandi verðbólga eigi rætur sínar að rekja til nokkurra þátta. Þyngst vegi hækkun á markaðsverði húsnæðis. Samkvæmt spá greiningardeildar er útlit fyrir að skortur á íbúðamarkaði árið 2013 muni leiða af sér enn frekari hækkanir á húsnæðisverði en á árinu 2012. Samhliða verðhækkunum á íbúðamarkaði og auknum umsvifum í hagkerfinu árið 2013 megi því búast við því að verðbólgan fari lítillega upp á ný. Að öðru leyti liggja eftirtaldar forsendur að baki: Undirliggjandi slaki í hagkerfinu enn til staðar. Að okkar mati er sú aukna eftirspurn sem mældist síðla sumar tímabundin. Launahækkanir í sumar og útgreiðsla vegna endurútreikninga gengistryggðra lána hefur eflaust haft tímabundin áhrif á neyslumynstur heimila. Tillaga í frumvarpi fjárlaga um minnkun framlags í séreignasparnað úr 4% í 2% gæti þó haft neikvæð áhrif á hvata einstaklinga til að spara og leitt til aukinnar neyslu heimila í vetur ef tillagan verður samþykkt í óbreyttri mynd. Launhækkanir sumarsins leiddu til kostnaðarverðbólgu. Áframhaldandi launahækkanir í samræmi við kjarasamninga munu hafa áhrif til hækkunar. Inn í launaliðinn á eftir að bætast við 3,5% hækkun 2012 og 3,25% árið 2013 sem við gerum ráð fyrir að verði ýtt út í verðlag nokkuð örugglega. Krónan stöðug - höftin ekki að fara. Flest bendir til þess að höftin verði hér um allnokkra hríð a.m.k. fram til ársins 2015, líkt og heimild er nú til. Miðað við horfur um undirliggjandi viðskiptajöfnuð er fátt sem bendir til þess að miklar breytingar verði á gengi krónunnar á spátímabilinu sem hér er til skoðunnar. Skatta- og gjaldskrárhækkanir: Halda í við verðlagshækkanir. T.a.m. mun ríkið hækka álögur áfram á bensín, áfengi og tóbak, OR hækka verðskrá sína, og sveitarfélög hækka leikskólagjöld, sorphirðugjöld o.s.frv. svo að verðskrá haldi verðgildi sínu. Húsnæðisliður til hækkunar: Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist verulega á það sem af er ári. Að mati greiningardeildar verðurhúsnæðisliðurinn einn helsti drifkraftur verðbólgunnar á næstu misserum, en greiningardeild spáir 18% uppsafnaðri nafnverðshækkun á húsnæði til loka ársins 2013.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira