Viðskipti innlent

Hæstiréttur dæmir í Icesavemáli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsendur þess að útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans geti hafist er að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Forsendur þess að útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans geti hafist er að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hæstiréttur Íslands mun á morgun dæma um það hvort neyðarlögin svokölluðu standist stjórnarskrá.

Um er að ræða ellefu mál sem verður dæmt í, en málin snúast í stórum dráttum um það hvort smásöluinnlán, eða svokölluð Icesave lán, og heildsöluinnlán séu forgangskröfur í þrotabú Landsbankans.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst fyrr á árinu að þeirri niðurstöðu að lánin væri forgangskröfur. Forsenda þess að útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans geti hafist er sú að Hæstiréttur staðfesti dóminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×