Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 18:30 Mynd/Stefán KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti