Viðskipti innlent

Íslendingar enn svartsýnir á ástand efnahagsmála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar eiga enn langt í land.
Íslendingar eiga enn langt í land. Mynd/ Vilhelm.
Íslendingar eiga langt í land með að vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum, samkvæmt væntingarvísitölu Gallups. Sem kunnugt er mælir vísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Vísitalan hefur lækkað undanfarið og lækkaði hún á milli júlí og águst þriðja mánuðinn í röð. Vísitalan mælist nú rétt rúmlega 50 stig sem er 20 stigum lægra en það var í ágúst í fyrra þegar hún náði sínu hæsta gildi frá hruni. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir.

Greining Íslandsbanka segir að þessi þróun væntingavísitölunnar komi ekki á óvart enda hafi mikið umrót verið á erlendum mörkuðum undanfarið og talsverð umræða verið um það í fjölmiðlum. Eignaverð hafi lækkað, hagvöxtur hægt á sér og hagvaxtaspár verið lækkaðar fyrir öll helstu viðskiptalönd Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×