Ólafur komst ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. ágúst 2011 20:26 Ólafur Björn Loftsson. Mynd/GVA Ólafur Björn Loftsson er úr leik á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum en hann var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur lék á pari vallarins í dag en honum gekk mjög vel lengst af. Hann var langoftast að skila sér inn á flöt í tilsettum höggum en þurfti þó yfirleitt að tvípútta. Fékk hann því par á sextán af átján holum dagsins. Fuglinn kom á fimmtu holu, rétt eins og í gær, en honum gekk ekki eins vel á síðari níu og á fyrsta keppnisdeginum. Þá fékk hann þrjá fugla og einn skolla en í dag paraði hann allar og fékk þar að auki skolla á fjórtándu holu. Hefði Ólafur Björn haldið sér á einu höggi undir pari í dag hefði hann komist í gegnum niðurskurðinn og er því niðurstaðan afar svekkjandi fyrir okkar mann. Hann lék á samtals 138 höggum en þeir sem léku á 137 höggum eða færri komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á móti í PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafur Björn er enn áhugamaður en hann stefnir á að gerast atvinnumaður eftir að hann útskrifast úr skóla í Bandaríkjunum í vor. Var þetta því vonandi hans fyrsta af mörgum PGA-mótum en hann fékk talsverða athygli í sjónvarpsútsendingu Bandaríkjanna frá mótinu. Heimamaðurinn Tommy Gainey er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á samtals tólf höggum undir pari. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson er úr leik á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum en hann var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur lék á pari vallarins í dag en honum gekk mjög vel lengst af. Hann var langoftast að skila sér inn á flöt í tilsettum höggum en þurfti þó yfirleitt að tvípútta. Fékk hann því par á sextán af átján holum dagsins. Fuglinn kom á fimmtu holu, rétt eins og í gær, en honum gekk ekki eins vel á síðari níu og á fyrsta keppnisdeginum. Þá fékk hann þrjá fugla og einn skolla en í dag paraði hann allar og fékk þar að auki skolla á fjórtándu holu. Hefði Ólafur Björn haldið sér á einu höggi undir pari í dag hefði hann komist í gegnum niðurskurðinn og er því niðurstaðan afar svekkjandi fyrir okkar mann. Hann lék á samtals 138 höggum en þeir sem léku á 137 höggum eða færri komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á móti í PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafur Björn er enn áhugamaður en hann stefnir á að gerast atvinnumaður eftir að hann útskrifast úr skóla í Bandaríkjunum í vor. Var þetta því vonandi hans fyrsta af mörgum PGA-mótum en hann fékk talsverða athygli í sjónvarpsútsendingu Bandaríkjanna frá mótinu. Heimamaðurinn Tommy Gainey er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á samtals tólf höggum undir pari.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira