Handbolti

Björgvin Páll í fótbolta með Magdeburg - myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgvin Páll var í silfurliði Íslands í Peking 2008.
Björgvin Páll var í silfurliði Íslands í Peking 2008. Nordic Photos/AFP
Landsliðsmarkvörðurinn Björgin Páll Gústavsson undirbýr sig nú af kappi fyrir sitt fyrsta tímabil með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Björgvin Páll tók fram takkaskóna í knattspyrnuleik nýverið og skoraði.

Björgvin Páll skrifaði í vetur undir tveggja ára samning við Magdeburg og styttist í að hans fyrsta tímabil með liðinu hefjist. Liðið æfir nú af kappi fyrir komandi vertíð og knattspyrnuleikurinn væntanlega til þess gerður að létta lundina hjá leikmönnum liðsins.

Björgvin Páll þótti sýna góð tilþrif á vellinum. Hann lagði upp dauðafæri fyrir samherja sína og skoraði fínasta mark. Hann tók sig einnig vel út í myndatöku af leikmönnum liðsins í búningum komandi tímabils.

Mark Björgvins og stutt spjall við hann má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×