Kobe Bryant hefur verið í viðræðum við tyrkneska liðið Besiktas um að spila þar á meðan NBA-deildinni er í verkfalli en hann vill fá enga smáaura fyrir. Bryant vill fá milljón dollara á mánuði í laun samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum sem eru um 115 milljónir íslenska króna.
Deron Williams, fyrrum leikmaður Utah Jazz og núverandi leikmaður New Jersey Nets, hefur þegar skrifað undir samning við Besiktas en hann fær fimm milljónir dollara fyrir allt tímabilið.
Kobe Bryant er launahæsti leikmaðurinn í NBA-deildinni en hann fær 25 til 30 milljónir dollara í áralaun frá liði sínu Los Angeles Lakers. Ef úrslitakeppnin er tekin með þá er það um 4,5 milljónir dollara í mánaðalaun. Það besta við launakröfur hans í Tyrklandi er því það að hann er í raun að taka á sig launalækkun.
Kobe Bryant er 32 ára gamall og fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Hann skoraði 25,3 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili en hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi.
Kobe vill fá milljón dollara á mánuði fyrir að spila í Tyrklandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn




Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn