Handbolti

Hreiðar Levý er genginn til liðs við Nøtterøy

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Nøtterøy en samningurinn er til eins árs.

Liðið komst upp í úrvalsdeildina eftir síðasta tímabil og vill greinilega styrkja sig fyrir næsta vetur, en þjálfari liðsins,  Geir Erlandsen, telur að leikmaður í hans gæðaflokki eigi eftir að laða aðra leikmenn til liðsins.

Hreiðar Levý hefur leikið með Emsdetten í Þýskalandi undanfarin ár en samningur hans rann út eftir síðasta tímabil og því var auðvelt fyrir markvörðinn að semja við nýtt lið.

Frá þessu er greint á vefsíðu norska blaðsins Tønsbergs Blad: http://www.nifhandball.no/artikkel/133819

Hreiðar Levý verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í dag gegn Austurríki í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu í Serbíu árið 2012.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.