Handbolti

Hreiðar Levý er genginn til liðs við Nøtterøy

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Nøtterøy en samningurinn er til eins árs.Liðið komst upp í úrvalsdeildina eftir síðasta tímabil og vill greinilega styrkja sig fyrir næsta vetur, en þjálfari liðsins,  Geir Erlandsen, telur að leikmaður í hans gæðaflokki eigi eftir að laða aðra leikmenn til liðsins.Hreiðar Levý hefur leikið með Emsdetten í Þýskalandi undanfarin ár en samningur hans rann út eftir síðasta tímabil og því var auðvelt fyrir markvörðinn að semja við nýtt lið.Frá þessu er greint á vefsíðu norska blaðsins Tønsbergs Blad: http://www.nifhandball.no/artikkel/133819Hreiðar Levý verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í dag gegn Austurríki í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu í Serbíu árið 2012.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.