Viðskipti innlent

Þeir sem voru í Spkef geta nýtt sér úrræði Landsbankans

Þeir sem voru í viðskiptum við Spkef áður en bankinn fór í þrot njóta sömu réttinda og aðrir þegar kemur að nýtingu þeirra leiða sem bankinn kynnti 26.maí til lækkunar skulda
Þeir sem voru í viðskiptum við Spkef áður en bankinn fór í þrot njóta sömu réttinda og aðrir þegar kemur að nýtingu þeirra leiða sem bankinn kynnti 26.maí til lækkunar skulda
Að gefnu tilefni vill Landsbankinn taka fram að þeir viðskiptavinir bankans sem áður voru í  viðskiptum við Spkef, njóta sömu réttinda og aðrir þegar kemur að nýtingu þeirra leiða sem bankinn kynnti 26.maí til lækkunar skulda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar segir ennfremur:

Nýjar leiðir Landsbankans til að lækka skuldir einstaklinga snerta með einhverjum hætti um 60.000 viðskiptavini en hafa veruleg áhrif á stöðu um það bil 30.000. Skuldir viðskiptavina bankans verða lækkaðar um upphæð sem nemur á bilinu 25 – 30 milljörðum króna.

Leiðirnar eru þrjár, lækkun fasteignaskulda í 110% af fasteignamati, endurgreiðsla vaxta til skilvísra viðskiptavina og niðurfelling ýmissa annarra skulda sem eru umfram greiðslugetu miðað við greiðslumat.

Landsbankinn hvetur þá viðskiptavini sem eru í greiðslu- og/eða skuldavanda og nýverið eru byrjaðir í viðskiptum við bankann, til að hafa samband og kanna hvaða  leiðir bankans henta þeim.

Ekki þarf að sækja um 110% leið eða endurgreiðslu vaxta, en sækja þarf um lækkun annarra skulda fyrir 15. júlí.

Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar á vef  bankans, landsbankinn.is eða í næsta útibúi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×