Naumur en nauðsynlegur sigur á Lettum í Lettlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2011 18:09 Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Valli Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka sigur á Lettum í Lettlandi, 29-25, í undankeppni EM 2012 sem fer fram í Serbíu í byrjun næsta árs. Íslenska liðið varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að komast áfram. Það skiptir einnig miklu máli hvernig leikur Austurríkis og Þýskalands fer en hann er að hefjast í Austurríki. Leikur íslenska liðsins var langt frá því að vera sannfærandi en sem betur fer tókst strákunum þá að landa sigrinum og halda lífi í voninni að komast til Serbíu. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk og Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk þar af fjögur þeirra á síðustu 15 mínútunum. Alexander Petersson skoraði 4 mörk og komu þau öll í fyrri hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í íslenska markinu. Lettar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og fyrsta íslenska markið kom ekki fyrra en rétt tæpar fimm mínútur þegar Ólafur Stefánsson skoraði af vítalínunni. Íslenska liðið komst yfir í 3-2 á rétt rúmri mínútu og var síðan komið í 9-3 þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum. Íslenska liðið komst mest átta mörkum yfir, 12-4, þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið slakaði hinsvegar örlítið á eftir þetta og Lettunum gekk aðeins betur að skora fram að hálfleik þar sem íslenska liðið var með sex marka forystu, 17-11. Líkt og í fyrri hálfleiknum þá byrjuðu Lettarnir seinni hálfleikinn mjög vel og náðu að koma munnum niður í þrjú mörk, 17-14, með því að skora þrjú fyrstu mörk hálfleiksins. Helmuts Tihanovs kom í markið í hálfleik og varði fjögur fyrstu skot íslenska liðsins. Lettarnir héldu áfram að stríða íslenska liðinu og minnkuðu muninn í eitt mark, 20-19 þegar hálfleikurinn var hálfnaður og leikurinn var í járnum næstu mínúturnar á eftir. Róbert Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru þá í gang og íslenska liðið náði aftur fjögurra marka forystu. Róbert skoraði 4 mörk á stuttum kafla, Björgvin varði vel í markinu á þessum kafla og íslenska liðið landaði nauðsynlegum sigri. Ísland-Lettland 29-25 (17-11)Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Róbert Gunnarsson 6, Alexander Petersson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Arnór Atlason 2, Ólafur Guðmundsson 2, Ólafur Stefánsson 2/1, Ingimundur Ingimundarson 1, Oddur Gretarsson 1.Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/1 Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka sigur á Lettum í Lettlandi, 29-25, í undankeppni EM 2012 sem fer fram í Serbíu í byrjun næsta árs. Íslenska liðið varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að komast áfram. Það skiptir einnig miklu máli hvernig leikur Austurríkis og Þýskalands fer en hann er að hefjast í Austurríki. Leikur íslenska liðsins var langt frá því að vera sannfærandi en sem betur fer tókst strákunum þá að landa sigrinum og halda lífi í voninni að komast til Serbíu. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk og Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk þar af fjögur þeirra á síðustu 15 mínútunum. Alexander Petersson skoraði 4 mörk og komu þau öll í fyrri hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í íslenska markinu. Lettar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og fyrsta íslenska markið kom ekki fyrra en rétt tæpar fimm mínútur þegar Ólafur Stefánsson skoraði af vítalínunni. Íslenska liðið komst yfir í 3-2 á rétt rúmri mínútu og var síðan komið í 9-3 þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum. Íslenska liðið komst mest átta mörkum yfir, 12-4, þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið slakaði hinsvegar örlítið á eftir þetta og Lettunum gekk aðeins betur að skora fram að hálfleik þar sem íslenska liðið var með sex marka forystu, 17-11. Líkt og í fyrri hálfleiknum þá byrjuðu Lettarnir seinni hálfleikinn mjög vel og náðu að koma munnum niður í þrjú mörk, 17-14, með því að skora þrjú fyrstu mörk hálfleiksins. Helmuts Tihanovs kom í markið í hálfleik og varði fjögur fyrstu skot íslenska liðsins. Lettarnir héldu áfram að stríða íslenska liðinu og minnkuðu muninn í eitt mark, 20-19 þegar hálfleikurinn var hálfnaður og leikurinn var í járnum næstu mínúturnar á eftir. Róbert Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru þá í gang og íslenska liðið náði aftur fjögurra marka forystu. Róbert skoraði 4 mörk á stuttum kafla, Björgvin varði vel í markinu á þessum kafla og íslenska liðið landaði nauðsynlegum sigri. Ísland-Lettland 29-25 (17-11)Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Róbert Gunnarsson 6, Alexander Petersson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Arnór Atlason 2, Ólafur Guðmundsson 2, Ólafur Stefánsson 2/1, Ingimundur Ingimundarson 1, Oddur Gretarsson 1.Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/1
Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira