Viðskipti innlent

Yfir 100 fasteignir keyptar í borginni í liðinni viku

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 104. Þetta er nokkuð meira en nemur meðaltali síðustu þriggja mánaða sem eru 90 samningar á viku.

Af þessum 104 samningum var 81 um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var tæpir 3 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 28,7 milljónir króna. Veltan að meðaltali síðustu þrjá mánuði hefur verið rúmlega 2,7 milljarðar kr. á viku og meðalupphæð á samning 30,7 milljónir kr.

Í síðustu viku var 3 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 52 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 13 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli og 5 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 324 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Það voru samningar um sérbýli. Heildarveltan var 196 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×