Viðskipti innlent

Áfram líflegt á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 81. Þetta er svipaður fjöldi og vikuna á undan en aðeins undir meðaltali síðustu 12 vikna sem er 87 samningar á viku. Fjöldi samninga er hinsvegar umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Af þessum 81 samning voru 58 samningar um eignir í fjölbýli, 18 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.194 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,1 milljón króna. 

Veltan og meðalupphæð eru nokkuð undir meðaltali síðustu 12 vikna sem er 2,65 milljarðar kr. velta og meðalupphæð sem nemur rúmum 30 milljónum kr.

Í síðustu viku var 3 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Það voru samningar um sérbýli. Heildarveltan var 63 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,1 milljón króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 94 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 105 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,9 milljónir króna.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar og svo framvegis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×