Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2011 20:36 Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur málið þegar verið flutt fyrir fimm manna dómi. Eftir að málflutningi lauk var ákveðið að endurflytja það fyrir sjö manna dómi. Þorsteinn Einarsson, lögmaður þrotabús Motormax, kannast ekki við að ákvörðun, um endurflytja mál fyrir sjö manna dómi sem hafi verið flutt fyrir fimm manna dómi, hafi verið tekin áður. „Þetta er nokkuð sérstakt, alveg fordæmislaust held ég megi segja," segir Þorsteinn. Hann segist þó vita til þess að tekin hafi verið ákvörðun um að endurflytja mál fyrir fimm manna dómi eftir að þau hafi verið flutt fyrir þriggja manna dómi. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessari ákvörðun Hæstaréttar. „Ég hef reynt að lesa úr því, en það þýðir auðvitað ekkert," segir Þorsteinn. Menn vilji væntanlega bara hafa fordæmið skýrt. Ekki liggur endanlega fyrir hver áhrifin yrðu á eignastöðu bankanna þriggja ef Hæstiréttur staðfestir Héraðsdóm Reykjavíkur. Landsbankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómur féll í héraði þar sem fram kom að ef öll erlend lán af þeim toga sem Motormax fékk yrðu talin ólögmæt, yrðu neikvæð áhrif á eignastöðu bankans að hámarki um 16 milljarðar króna. Tengdar fréttir Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira
Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur málið þegar verið flutt fyrir fimm manna dómi. Eftir að málflutningi lauk var ákveðið að endurflytja það fyrir sjö manna dómi. Þorsteinn Einarsson, lögmaður þrotabús Motormax, kannast ekki við að ákvörðun, um endurflytja mál fyrir sjö manna dómi sem hafi verið flutt fyrir fimm manna dómi, hafi verið tekin áður. „Þetta er nokkuð sérstakt, alveg fordæmislaust held ég megi segja," segir Þorsteinn. Hann segist þó vita til þess að tekin hafi verið ákvörðun um að endurflytja mál fyrir fimm manna dómi eftir að þau hafi verið flutt fyrir þriggja manna dómi. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessari ákvörðun Hæstaréttar. „Ég hef reynt að lesa úr því, en það þýðir auðvitað ekkert," segir Þorsteinn. Menn vilji væntanlega bara hafa fordæmið skýrt. Ekki liggur endanlega fyrir hver áhrifin yrðu á eignastöðu bankanna þriggja ef Hæstiréttur staðfestir Héraðsdóm Reykjavíkur. Landsbankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómur féll í héraði þar sem fram kom að ef öll erlend lán af þeim toga sem Motormax fékk yrðu talin ólögmæt, yrðu neikvæð áhrif á eignastöðu bankans að hámarki um 16 milljarðar króna.
Tengdar fréttir Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira
Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20