Viðskipti innlent

Nóg lánsfé til í Landsbankanum

Hafsteinn G. Hauksson skrifar
Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans.
Bankastjóri Landsbankans segir að bankinn eigi nóg lausafé til útlána, en eftirspurn eftir lánum sé hins vegar lítil. Hann leggur áherslu á að eyða óvissu til að breyta ástandinu.

Eftir hrun hefur stundum heyrst að ákvarðanafælni innan bankanna hamli fyrirgreiðslu, en þetta viðhorf kom meðal annars fram í könnun sem Samtök iðnaðarins gerðu árið 2009 meðal stjórnenda fyrirtækja.

Landsbankinn hélt blaðamannafund í gær þar sem hann kynnti nýjar aðgerðir fyrir skuldsetta viðskiptavini sína. Þar sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri, að eftirspurn eftir lánum væri of lítil nú, þrátt fyrir að bankinn eigi feykinóg lausafé sem hann vildi koma í útlán.

„Við sjáum það að fjárfesting er mjög lítil í hagkerfinu og það er aðalástæðan fyrir þvi að það er lítið verið að lána," segir Steinþór. 

Steinþór vill þó ekki segja að vaxtastigið í landinu sé of hátt, heldur telur það nokkuð nærri lagi. Hins vegar sé hægt að bregðast við þessu ástandi.

Hann bendir á að fyrirtækin og heimilin í landinu séu mjög skuldsett og á meðan ástandið sé þannig séu ekki tekin lán. Steinþór segir nauðsynlegt að koma fjárfestingu í gang.

Steinþór segir nauðsynlegt að klára skuldavanda heimila og fyrirtækja.  „Það þarf að eyða óvissu í hagkerfinu almennt séð," segir Steinþór








Fleiri fréttir

Sjá meira


×