Viðskipti innlent

Viðskiptabankarnir afskrifuðu 480 milljarða á tveimur árum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Viðskiptabankarnir afskrifuðu 480 milljarða íslenskra króna af lánum fyrirtækja sem voru í viðskiptum við þá á á árunum 2009-2010. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi sem vildi vita hve mikið fé er talið hafa tapast vegna gjaldþrota eða afskrifta hjá fyrirtækjumí helstu atvinnugreinum á árunum 2006-2010. Hann vildi jafnframt vita hverjar væru forsendur útreikninganna.

Í svari fjármálaráðherra er tekið fram að engin opinber stofnun hefur upplýsingar um hversu mikið fé hefur endanlega tapast vegna gjaldþrota eða afskrifta einstakra atvinnugreina. Þá segir ráðherra að ekki sé unnt að afla upplýsinga um forsendur útreikninganna þar sem þær geta verið mismunandi eftir bönkum og eðli mála.

Ráðherra vekur athygli á því að bankarnir gefa sér hugsanlega mismunandi forsendur við útreikning afskriftanna og því ber að taka þessum tölum með þeim fyrirvara.
Mestar afskriftir voru vegna fyrirtækja í rekstri fasteignafélaga eða félaga í fasteignaviðskiptum eða tæpir 35 milljarðar króna. Næstmestar afskriftir voru vegna fyrirtækja á sviði verslunar, eða tæpir 30 milljarðar, en þriðju mestu afskriftirnar voru vegna félaga í byggingarstarfsemi eða 25 milljarðar.

Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga byggja á gögnum frá fjármálaráðuneytinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×