Viðskipti innlent

Tap Atlantic Airways minnkar töluvert

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways skilaði tapi upp á 2,6 milljónir danskra kr. eða um 57 milljónum kr. fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra nam tapið 6,9 milljónum danskra kr.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að tekjur félagsins hafi aukist um 7% á ársfjórðungnum miðað við í fyrra og námu þær 84,5 milljónum danskra kr.

Magni Arge forstjóri Atlantic Airways segir í tilkynningunni að hagræðingaraðgerðir félagsins hafi skilað árangri. Þá hafi félagið lagt töluvert fé í að þróa ferðamannageirann í Færeyjum og myndi taka því fagnandi ef skattar á farþega yrðu lækkaðir enda myndi slíkt auka umferð ferðamanna til og frá eyjunum.

Atlantic Airways er skráð í Kauphöllina á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×