Karlalið Keflavíkur í körfubolta fékk liðsstyrk í gær þegar Valur Orri Valsson samdi við félagið en hinn 17 ára gamli leikstjórnandi er einn efnilegasti leikmaður landsins.
Valur er sonur Vals Ingimundarsonar og mun hann leika undir stjórn frænda síns, Sigurðar Ingimundarsonar, sem tók við Keflavíkurliðinu á dögunum. Valur skoraði um 24 stig að meðaltali með FSu í 1. deildinni á síðustu leiktíð en alls samdi Keflvík við 12 leikmenn um helginal. Víkurfréttir greina frá.
Sigurður Þorsteinsson og Þröstur Leó Jóhannsson hafa ákveðið að reyna fyrir sér hjá öðrum liðum en Þröstur samdi við Tindastól en Sigurður hefur verið orðaður við bæði Grindavík og KR. Keflavík tapaði í oddaleik gegn KR í undanúrslitum Íslandsmótsins.
Valur Orri samdi við Keflavík - 12 leikmenn sömdu við liðið
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið





Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn