Viðskipti innlent

Jákup hagnaðist um tæplega tvo milljarða í síðustu viku

Jákup byggir veldi sitt á Rúmfatalagernum.
Jákup byggir veldi sitt á Rúmfatalagernum.
Færeyingurinn Jákup Jacobsen hagnaðist um tæpa tvo milljarða á eignasafni sínu í Bandaríkjunum í liðinni viku og á þar að auki eignasafn í hlutabréfum fyrir um átta milljarða króna. Forbes-bloggaranum Brendan Coffey þykir reyndar svo mikið til Jákups koma að hann bloggar um viðskiptaafrek hans.

Jákup opnaði Rúmfatalagerinn hér á landi árið 1987 og fór svo í útrás með starfsemi sína til Búlgaríu í Austur-Evrópu. Síðar keypti hann Ilva sem fór í þrot í júní 2008.

Samkvæmt lánabók Kaupþings frá 25. september 2008 sem var birt á vefnum Wikileaks síðsumars sama ár námu skuldir Lagersins, sem er fjárfestingafélag Jákpus, og tengdra félaga við Kaupþing, 318 milljónum evra, eða 58 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.

Alls skuldaði hann rétt tæpa áttatíu milljarða íslenskra króna við fall bankanna síðla árs 2008 samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis.

Fasteignafélag Jákups byggði meðal annars turninn í Kópavogi. Fréttastofa stöðvar 2 fjallaði reyndar um það í nóvember 2009 að Lagerinn hefði átt í samningaviðræðum við Nýja Kaupþing banka um endurskipulagningu á rekstri með það fyrir augum að létta á íþyngjandi skuldabyrði félagsins.

Í Forbes-blogginu er einnig fjallað um hafnaboltastjörnuna Alex Rodriguez sem spilar með Yankees. Hægt er að lesa færslu Coffey´s hér.

Jákup er búsettur í Kína í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×