Handbolti

Guðjón Valur: Ég fer til AGK ef Löwen sleppir mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Löwen.
Guðjón Valur í leik með Löwen.
Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson segir það enn vera óljóst hvort hann gangi í raðir danska félagsins AGK í sumar eins og Jesper Nielsen, stjórnarformaður félagsins, hefur haldið fram. Nielsen hefur að minnsta kosti tvisvar lýst því yfir að Guðjón muni spila með AGK.

"Mín framtíð er enn í óvissu. Ég hef náð samkomulagi við Jesper um eins árs samning hjá AGK en það er undir Rhein-Neckar Löwen komið hvort ég fái að fara eður ei. Ég á nefnilega ár eftir af samningi mínum þar," sagði Guðjón Valur við Vísi í dag.

"Boltinn er því hjá forráðamönnum Löwen og ég bíð eftir svörum. Ef þeir segja nei þá verð ég áfram hjá Löwen og allt í lagi með það."

Nánar er rætt við Guðjón Val í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×