Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. apríl 2011 22:31 „Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. „Við eyddum síðustu tveimur leikjum í einhverja skotkeppni og Keflvíkingar stóðu sig vel í því að taka okkur alveg út úr því sem við erum vanir að gera. Við sóttum meira að körfunni og smátt og smátt misstu þeir trúna á þeirri vörn sem þeir voru búnir að koma sér upp," sagði Pavel en hann skoraði 18 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Leikstjórnandinn viðurkenndi fúslega að það hafi verið mjög mikil pressa á KR-ingum fyrir leikinn eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. „Mér fannst við duglegir að ýta því hliðar og við náðum nokkrum áhlaupum og þeir gáfust að mér fannst upp – sem kom mér á óvart," bætti Pavel við en hann mætir fyrrum liðsfélaga sínum úr ÍA í úrslitum – Fannari Helgasyni og er tilhlökkun hjá Pavel fyrir það verkefni. „Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima hjá mér – og ég fer að kasta pílum í þá. Það er smá „Skagaslagur" í þessu, ég og Jón Orri (Kristjánsson) hjá KR og Fannar hjá Stjörnunni. Skaginn fær allavega einn sigurvegara," sagði Pavel en hann er gríðarlega ánægður með umgjörðina í úrslitakeppninni og gæðin á liðunum á Íslandi. Pavel lék á Spáni sem atvinnumaður áður en hann kom til Íslands. „Þegar ég sagði félögum mínum frá því að ég væri að fara til Íslands til að spila héldu allir að ég væri að fara á Norðurpólinn að spila með mörgæsum eða eitthvað. Menn átta sig bara ekki á því hve hátt getustig er hérna." Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira
„Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. „Við eyddum síðustu tveimur leikjum í einhverja skotkeppni og Keflvíkingar stóðu sig vel í því að taka okkur alveg út úr því sem við erum vanir að gera. Við sóttum meira að körfunni og smátt og smátt misstu þeir trúna á þeirri vörn sem þeir voru búnir að koma sér upp," sagði Pavel en hann skoraði 18 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Leikstjórnandinn viðurkenndi fúslega að það hafi verið mjög mikil pressa á KR-ingum fyrir leikinn eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. „Mér fannst við duglegir að ýta því hliðar og við náðum nokkrum áhlaupum og þeir gáfust að mér fannst upp – sem kom mér á óvart," bætti Pavel við en hann mætir fyrrum liðsfélaga sínum úr ÍA í úrslitum – Fannari Helgasyni og er tilhlökkun hjá Pavel fyrir það verkefni. „Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima hjá mér – og ég fer að kasta pílum í þá. Það er smá „Skagaslagur" í þessu, ég og Jón Orri (Kristjánsson) hjá KR og Fannar hjá Stjörnunni. Skaginn fær allavega einn sigurvegara," sagði Pavel en hann er gríðarlega ánægður með umgjörðina í úrslitakeppninni og gæðin á liðunum á Íslandi. Pavel lék á Spáni sem atvinnumaður áður en hann kom til Íslands. „Þegar ég sagði félögum mínum frá því að ég væri að fara til Íslands til að spila héldu allir að ég væri að fara á Norðurpólinn að spila með mörgæsum eða eitthvað. Menn átta sig bara ekki á því hve hátt getustig er hérna."
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira