Körfubolti

Marcus Walker með 21,7 stig að meðaltali í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Walker.
Marcus Walker.

KR-ingurinn Marcus Walker hefur farið á kostum í úrslitakeppninni til þessa og á mikinn þátt í því að bikarmeistararnir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Walker er með 29,0 stig að meðaltali í leik í þessum þremur leikjum en það er þó fyrst í seinni hálfleikjum leikjanna þar sem að hann fer fyrst á flug. KR heimsækir Keflavík í kvöld og getur þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna.

Marcus Walker hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í seinni hálfleikjum leikjanna hjá KR í úrslitakeppninni og hefur nú skoraði 65 af 87 stigum sínum eftir hálfleiksræðu Hrafns Kristjánssonar. Walker virðist hreinlega skipta yfir í túrbó-gírinn í hálfleik og gefur KR-liðinu aukakraftinn til þess að landa sigrunum.

Walker hefur hitt úr 22 af 29 skotum sínum í seinni hálfleik sem gerir 75,8 prósent skotnýtingu en hann er að skora 21,7 að meðaltali í seinni hálfleiknum. Walker hefur ennfremuur sett niður 9 af 13 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleik.

Walker hefur aðeins tekið fimm færri skot í fyrri hálfleik leikjanna þar sem skotnýtingin hans er aðeins 33,3 prósent (8 af 24). Hann er því "bara" að skora 7,3 stig að meðaltali í fyrri hálfleik.

Tölfræði Marcus Walker í úrslitakeppninni

Leikur 1 á móti Njarðvík
Fyrri hálfleikur: 6 stig (Skotnýting: 2/9, 0/2 í 3ja)
Seinni hálfleikur: 27 stig (Skotnýting: 11/11, 4/4 í 3ja)

Leikur 2 á móti Njarðvík
Fyrri hálfleikur: 4 stig (Skotnýting: 1/4, 0/1 í 3ja)
Seinni hálfleikur: 17 stig (Skotnýting: 6/10, 2/4 í 3ja)

Leikur 1 á móti Keflavvík
Fyrri hálfleikur: 12 stig (Skotnýting: 5/11, 2/5 í 3ja)
Seinni hálfleikur: 21 stig (Skotnýting: 5/8, 3/5 í 3ja)

Fyrstu þrír í úrslitakeppninni:
Fyrri hálfleikur: 22 stig (Skotnýting: 8/24, 2/8 í 3ja)
Seinni hálfleikur: 65 stig (Skotnýting: 22/29, 9/13 í 3ja)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.