Körfubolti

Marcus Walker með 21,7 stig að meðaltali í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Walker.
Marcus Walker.
KR-ingurinn Marcus Walker hefur farið á kostum í úrslitakeppninni til þessa og á mikinn þátt í því að bikarmeistararnir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Walker er með 29,0 stig að meðaltali í leik í þessum þremur leikjum en það er þó fyrst í seinni hálfleikjum leikjanna þar sem að hann fer fyrst á flug. KR heimsækir Keflavík í kvöld og getur þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna.Marcus Walker hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í seinni hálfleikjum leikjanna hjá KR í úrslitakeppninni og hefur nú skoraði 65 af 87 stigum sínum eftir hálfleiksræðu Hrafns Kristjánssonar. Walker virðist hreinlega skipta yfir í túrbó-gírinn í hálfleik og gefur KR-liðinu aukakraftinn til þess að landa sigrunum.Walker hefur hitt úr 22 af 29 skotum sínum í seinni hálfleik sem gerir 75,8 prósent skotnýtingu en hann er að skora 21,7 að meðaltali í seinni hálfleiknum. Walker hefur ennfremuur sett niður 9 af 13 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleik.Walker hefur aðeins tekið fimm færri skot í fyrri hálfleik leikjanna þar sem skotnýtingin hans er aðeins 33,3 prósent (8 af 24). Hann er því "bara" að skora 7,3 stig að meðaltali í fyrri hálfleik.

Tölfræði Marcus Walker í úrslitakeppninniLeikur 1 á móti Njarðvík

Fyrri hálfleikur: 6 stig (Skotnýting: 2/9, 0/2 í 3ja)

Seinni hálfleikur: 27 stig (Skotnýting: 11/11, 4/4 í 3ja)Leikur 2 á móti Njarðvík

Fyrri hálfleikur: 4 stig (Skotnýting: 1/4, 0/1 í 3ja)

Seinni hálfleikur: 17 stig (Skotnýting: 6/10, 2/4 í 3ja)Leikur 1 á móti Keflavvík

Fyrri hálfleikur: 12 stig (Skotnýting: 5/11, 2/5 í 3ja)

Seinni hálfleikur: 21 stig (Skotnýting: 5/8, 3/5 í 3ja)Fyrstu þrír í úrslitakeppninni:

Fyrri hálfleikur: 22 stig (Skotnýting: 8/24, 2/8 í 3ja)

Seinni hálfleikur: 65 stig (Skotnýting: 22/29, 9/13 í 3ja)

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.