Arion endurgreiðir vegna ólögmæts gengisláns Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. febrúar 2011 11:46 Einar Hugi Bjarnason, hjá ERGO lögmönnum, er lögmaður Sjómannafélags Íslands. Arion banki var í gær dæmdur til að greiða Sjómannafélagi Íslands tæpar sex milljónir króna vegna ólögmæts gengistryggðs fasteignaláns. Orlofssjóður Sjómannafélag Íslands keypti íbúð í Reykjavík og tók lán hjá Kaupþingi banka til að fjármagna kaupin. Veðskuldabréf var gefið út 17. júlí 2007, en lánið hljóðaði upp á 15 milljónir króna til tuttugu ára. Lánið var greitt upp hraðar en gert var ráð fyrir, eða á tæpum þremur árum, og námu þá raungreiðslur til bankans tæpum 37 milljónum. Eftir gengisdóm Hæstaréttar um bílalán frá því í sumar hélt Sjómannafélagið því fram að gengistrygging fasteignalána væri ólögmæt og félagið hefði greitt um 20 milljónum of mikið af láninu miðað við samningsvexti. „Ég tel að nákvæmlega sömu sjónarmið eigi við varðandi lán sem veitt voru til fasteignakaupa eins og þegar lán voru veitt til kaupa á bifreiðum. Í þessum svokölluðu gengisdómum Hæstaréttar þá var niðurstaðan ekki fengin með tilvísun til þess hvort umrætt lán var veitt til þess að kaupa bíl eða fasteign," sagði Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Sjómannafélagsins, við fréttastofu þegar stefnan var þingfest. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að féð hafi verið lánað í íslenskum krónum, en að viðskiptin hafi verið færð í þann búning að þau færu fram í erlendum gjaldmiðlum. Með þessu hafi lánsféð verið verðtryggt miðað við gengi erlendra gjaldmiðla, sem sé óheimilt samkvæmt 14. grein vaxtalaga. Segir Héraðsdómur að verðtrygging skuldabréfs hans hafi verið ólögmæt og óskuldbindandi. Skipti engu í því sambandi þó talið yrði að stefnandi hafi sjálfur valið þessi samningskjör. Telur dómurinn augljóst að heimila verði endurkröfu stefnanda. Héraðsdómur segir hins vegar að Arion banki hafi sýnt nægilega fram á það að hann hafi fyrst eignast kröfuna á hendur Sjómannafélaginu í janúar 2010, en áður átti Kaupþing banki kröfuna. Arion banki hafi fram að þeim tíma tekið við afborgunum af skuldabréfinu í umboði Kaupþings banka. Arion banki verði því einungis krafinn um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hann tók við eftir að hann eignaðist kröfuna. Var Arion banki því dæmdur til að greiða stefnanda 5,9 milljónir króna. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Arion banki var í gær dæmdur til að greiða Sjómannafélagi Íslands tæpar sex milljónir króna vegna ólögmæts gengistryggðs fasteignaláns. Orlofssjóður Sjómannafélag Íslands keypti íbúð í Reykjavík og tók lán hjá Kaupþingi banka til að fjármagna kaupin. Veðskuldabréf var gefið út 17. júlí 2007, en lánið hljóðaði upp á 15 milljónir króna til tuttugu ára. Lánið var greitt upp hraðar en gert var ráð fyrir, eða á tæpum þremur árum, og námu þá raungreiðslur til bankans tæpum 37 milljónum. Eftir gengisdóm Hæstaréttar um bílalán frá því í sumar hélt Sjómannafélagið því fram að gengistrygging fasteignalána væri ólögmæt og félagið hefði greitt um 20 milljónum of mikið af láninu miðað við samningsvexti. „Ég tel að nákvæmlega sömu sjónarmið eigi við varðandi lán sem veitt voru til fasteignakaupa eins og þegar lán voru veitt til kaupa á bifreiðum. Í þessum svokölluðu gengisdómum Hæstaréttar þá var niðurstaðan ekki fengin með tilvísun til þess hvort umrætt lán var veitt til þess að kaupa bíl eða fasteign," sagði Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Sjómannafélagsins, við fréttastofu þegar stefnan var þingfest. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að féð hafi verið lánað í íslenskum krónum, en að viðskiptin hafi verið færð í þann búning að þau færu fram í erlendum gjaldmiðlum. Með þessu hafi lánsféð verið verðtryggt miðað við gengi erlendra gjaldmiðla, sem sé óheimilt samkvæmt 14. grein vaxtalaga. Segir Héraðsdómur að verðtrygging skuldabréfs hans hafi verið ólögmæt og óskuldbindandi. Skipti engu í því sambandi þó talið yrði að stefnandi hafi sjálfur valið þessi samningskjör. Telur dómurinn augljóst að heimila verði endurkröfu stefnanda. Héraðsdómur segir hins vegar að Arion banki hafi sýnt nægilega fram á það að hann hafi fyrst eignast kröfuna á hendur Sjómannafélaginu í janúar 2010, en áður átti Kaupþing banki kröfuna. Arion banki hafi fram að þeim tíma tekið við afborgunum af skuldabréfinu í umboði Kaupþings banka. Arion banki verði því einungis krafinn um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hann tók við eftir að hann eignaðist kröfuna. Var Arion banki því dæmdur til að greiða stefnanda 5,9 milljónir króna.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira