Ávöxtunarkrafan á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára fór yfir 40% í morgun. Svo há krafa hefur ekki áður sést á grískum skuldabréfum. Þegar leið á morguninn lækkaði þessi krafa aðeins og stendur nú í kringum 38%.
Á morgun fimmtudag er það sem margir kalla örlagadagur evrunnar en þá hittast leiðtogar ESB til að ræða aðgerðir gegn skuldakreppunni á evrusvæðinu. Ekki er búist við að mikill árangur verði af þeim fundi.
Angela Merkel kanslari Þýskalands lét á sér skilja í gærdag að skuldakreppan verði ekki leyst í einu höggi. Þetta skilja menn sem svo að leiðtogarnir hafi ekki komið sér saman um aðgerðir.
Mesta hættan nú er talin að gríska skuldakreppan smiti út frá sér til Ítalíu og Spánar. Vextir á ríkisskuldabréfum þessara landa hreyfðust þó nær ekkert í morgun.
Vextir á grískum skuldabréfum yfir 40%

Mest lesið

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Vaxtalækkunarferlið heldur áfram
Viðskipti innlent

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir
Neytendur

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent
