Handbolti

Ísland spilar á föstudagskvöldið í Malmö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld.
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Ísland leikur við Króatíu um fimmta sætið á HM í handbolta en nú hefur það fengist staðfest að leikurinn fer fram í Malmö klukkan 19.30 á föstudagskvöldið.

Áður hefur verið gefið út að Svíar muni spila sinn undanúrslitaleik í Malmö og samkvæmt þessu verður leikur Svía og Frakka klukkan 17.00. Það er þó enn ekki staðfest á heimasíðu mótsins.

Pólland og Ungverjaland leika um 7.-8. sætið á föstudaginn klukkan 17.00 en leikurinn fer fram í Kristianstad. Danir og Spánverjar mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni sem verður á sama stað, væntanlega klukkan 19.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×