Strákarnir áttu aldrei séns gegn Frökkum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2011 21:18 Vignir Svavarsson átti fínan leik í fjarveru Ingimundar Ingimundarsonar. Mynd/Valli Ísland tapaði fyrir Frakklandi í lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta sem lauk þar með, 34-28. Ísland var þó öruggt með þriðja sæti milliriðils 1 fyrir leikinn og spilar á föstudaginn við Króatíu um 5.-6. sætið á HM í Svíþjóð. Ísland hefur náð best fimmta sæti á heimsmeistaramóti og getur þar með jafnað þann árangur. Ísland tapaði þar með öllum leikjum sínum í milliriðlakeppninni - fyrir Þýskalandi, Spáni og Frakklandi. Frakkar urðu í efsta sæti riðilsins og mæta Svíum í undanúrslitum á föstudagskvöldið. Í hinni undanúrslitaviðureiginni eigast við Danir og Spánverjar. Þrátt fyrir tapið náðu strákarnir að spila sinn besta leik í milliriðlakeppninni. Þeir gáfust aldrei upp en mættu einfaldlega ofjörlum sínum í kvöld. Frakkar voru bara betri. Eftir fína byrjun þar sem Ísland komst í 3-1 skoruðu Frakkar sex mörk í röð og litu aldrei um öxl. Staðan í hálfleik var 16-13. Heimsmeistararnir stungu þá Ísland aldrei af í seinni hálfleik eins og þeir hafa gert gegn svo mörgum öðrum liðum. Strákarnir börðust til síðasta blóðdropa en voru stundum óheppnir. Skot höfnuðu í stönginni og vafasamir dómar féllu Frökkum í hag. Björgvin Páll átti fína spretti í markinu en datt þó niður í seinni hálfleik. Ingimundur Ingimundarson var fjarverandi vegna meiðsla en Vignir Svavarsson stóð vaktina í hans fjarveru og var einn besti leikmaður Íslands í leiknum. Hann skoraði einnig þrjú mörk. Sem fyrr var Alexander Petersson allt í öllu í sóknarleiknum. Hann átti enn einn stórleikinn og miðað við frammistöðu hans í Svíþjóð hlýtur hann að koma til greina í úrvalslið mótsins. Þó sýndu fleiri góða spretti. Aron var óheppinn með skotin sín en gafst aldrei upp. Róbert Gunnarsson var mjög öflugur á línunni og gaf ekkert eftir í slagnum við Didier Dinart og félaga. Guðjón, Snorri, Þórir, Ásgeir og Arnór sýndu inn á milli hversu vel þeir geta spilað en of sjaldan. En þrátt fyrir þrjá tapleiki verður alls ekki tekið af strákanum að það er frábær árangur að spila um 5.-6. sæti á heimsmeistaramóti. En flestir, ekki síst þeir sjálfur, höfðu meiri væntingar til liðsins.Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Frakkland.Ísland - Frakkland 28-34 (13-16)Mörk Íslands (skot): Alexander Petersson 6 (13), Róbert Gunnarsson 5 (7), Vignir Svavarsson 3 (4), Aron Pálmarsson 3 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (5), Þórir Ólafsson 3 /1 (6/1), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (3/2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Arnór Atlason 1 (3), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Oddur Gretarsson 0 (2)Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (40/2, 30%), Hreiðar Levy Guðmundsson 1 (7, 14%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Þórir 2, Vignir 2, Ásgeir örn, Guðjón Valur, Alexander)Fiskuð víti: 3 (Vignir, Alexander, Róbert).Brottvísanir: 10 mínútur (Sverre rautt)Mörk Frakklands (Skot): Nikola Karabatić 7 (10), Xavier Barachet 6 (7), William Accambray 4 (5), Jérôme Fernandez 4 (6), Luc Abalo 3(4), Bertrand Gille 3 (5), Michaël Guigou 3/2 (5/2), Samuel Honrubia 2 (3), Cédric Sorhaindo 2 (4).Varin skot: Daouda Karaboué 14/1 (29/3, 48%), Thierry Omeyer 7 (13, 54%).Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Fernandez, Gille, Honrubia, Abalo, Guigou)Fiskuð víti: 2 (Guillaume Joli, Sorhaindo).Brottvísanir: 6 mínútur. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Frakklandi í lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta sem lauk þar með, 34-28. Ísland var þó öruggt með þriðja sæti milliriðils 1 fyrir leikinn og spilar á föstudaginn við Króatíu um 5.-6. sætið á HM í Svíþjóð. Ísland hefur náð best fimmta sæti á heimsmeistaramóti og getur þar með jafnað þann árangur. Ísland tapaði þar með öllum leikjum sínum í milliriðlakeppninni - fyrir Þýskalandi, Spáni og Frakklandi. Frakkar urðu í efsta sæti riðilsins og mæta Svíum í undanúrslitum á föstudagskvöldið. Í hinni undanúrslitaviðureiginni eigast við Danir og Spánverjar. Þrátt fyrir tapið náðu strákarnir að spila sinn besta leik í milliriðlakeppninni. Þeir gáfust aldrei upp en mættu einfaldlega ofjörlum sínum í kvöld. Frakkar voru bara betri. Eftir fína byrjun þar sem Ísland komst í 3-1 skoruðu Frakkar sex mörk í röð og litu aldrei um öxl. Staðan í hálfleik var 16-13. Heimsmeistararnir stungu þá Ísland aldrei af í seinni hálfleik eins og þeir hafa gert gegn svo mörgum öðrum liðum. Strákarnir börðust til síðasta blóðdropa en voru stundum óheppnir. Skot höfnuðu í stönginni og vafasamir dómar féllu Frökkum í hag. Björgvin Páll átti fína spretti í markinu en datt þó niður í seinni hálfleik. Ingimundur Ingimundarson var fjarverandi vegna meiðsla en Vignir Svavarsson stóð vaktina í hans fjarveru og var einn besti leikmaður Íslands í leiknum. Hann skoraði einnig þrjú mörk. Sem fyrr var Alexander Petersson allt í öllu í sóknarleiknum. Hann átti enn einn stórleikinn og miðað við frammistöðu hans í Svíþjóð hlýtur hann að koma til greina í úrvalslið mótsins. Þó sýndu fleiri góða spretti. Aron var óheppinn með skotin sín en gafst aldrei upp. Róbert Gunnarsson var mjög öflugur á línunni og gaf ekkert eftir í slagnum við Didier Dinart og félaga. Guðjón, Snorri, Þórir, Ásgeir og Arnór sýndu inn á milli hversu vel þeir geta spilað en of sjaldan. En þrátt fyrir þrjá tapleiki verður alls ekki tekið af strákanum að það er frábær árangur að spila um 5.-6. sæti á heimsmeistaramóti. En flestir, ekki síst þeir sjálfur, höfðu meiri væntingar til liðsins.Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Frakkland.Ísland - Frakkland 28-34 (13-16)Mörk Íslands (skot): Alexander Petersson 6 (13), Róbert Gunnarsson 5 (7), Vignir Svavarsson 3 (4), Aron Pálmarsson 3 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (5), Þórir Ólafsson 3 /1 (6/1), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (3/2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Arnór Atlason 1 (3), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Oddur Gretarsson 0 (2)Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (40/2, 30%), Hreiðar Levy Guðmundsson 1 (7, 14%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Þórir 2, Vignir 2, Ásgeir örn, Guðjón Valur, Alexander)Fiskuð víti: 3 (Vignir, Alexander, Róbert).Brottvísanir: 10 mínútur (Sverre rautt)Mörk Frakklands (Skot): Nikola Karabatić 7 (10), Xavier Barachet 6 (7), William Accambray 4 (5), Jérôme Fernandez 4 (6), Luc Abalo 3(4), Bertrand Gille 3 (5), Michaël Guigou 3/2 (5/2), Samuel Honrubia 2 (3), Cédric Sorhaindo 2 (4).Varin skot: Daouda Karaboué 14/1 (29/3, 48%), Thierry Omeyer 7 (13, 54%).Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Fernandez, Gille, Honrubia, Abalo, Guigou)Fiskuð víti: 2 (Guillaume Joli, Sorhaindo).Brottvísanir: 6 mínútur.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira