Amman afþakkar ruglustólinn Gerður Kristný skrifar 31. janúar 2011 06:00 Síðastliðinn föstudag þegar við, hinir hundtryggu lesendur Morgunblaðsins, fengum blaðið í hendurnar og flettum upp á síðu 34 gat þar að líta Orð dagsins sem að þessu sinni voru úr Markúsarguðspjallinu: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjalfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ Víkverji, sem birtir renning sinn fáeinum millimetrum neðar, virtist hafa misst af þessum boðskap. Þennan dag fetti Víkverji nefnilega fingur út í að forsætisráðherra landsins, Jóhanna Sigurðardóttir, skyldi hafa reiðst í umræðum á Alþingi um þá niðurstöðu Hæstaréttar að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Víkverji ber fyrir sig barni og skrifar: „Er konan ekki amma eða langamma og á hún þá ekki að vera góð, spurði barnið ... Víkverji tekur undir með barninu – það fer ekki ömmum og langömmum vel að vera með læti, berja í borð, gretta sig og vera stöðugt í vörn.” Barnið er nafnlaust – svona eins og höfundur Víkverja jafnan er – en þó með ákveðnum greini og því tel ég líklegt að þetta sé í raun aðeins barnið í hjarta Víkverja sem ekki hefur fengið það atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist. Enginn fullorðinn hefur bent því á að vitaskuld má fólk, og það af báðum kynjum, sýna tilfinningar sínar. Það má gleðjast, reiðast, gráta og hlæja. Allt þetta hefur verið gert í ræðustól Alþingis. Þar hafa meira að segja karlar, sumir jafnvel orðnir afar, farið með vísur og þær ekki alltaf góðar. Hvað er það annað en að gretta sig framan í þjóðina? Í sjónvarpsfréttum undanfarinna vikna hafa einmitt birst okkur reiðar mömmur og ömmur og langömmur í Túnis og Egyptalandi sem benda á að breytinga sé þörf. Þær hafi ekki lengur efni á að fæða afkomendur sína. Ömmurnar vita hvar skóinn kreppir. Ömmur mega líka vera alla vega. Amma mín, Ingibjörg Bjarnadóttir bóndakona í Litla-Fjarðarhorni á Ströndum, spilaði á harmonikku á sveitaböllunum og fyrir mig lék hún Óla skans. Stilltu ömmurnar sem Víkverji þykist aðeins kannast við eiga á að hættu að vera étnar af úlfum og þurfa síðan að bíða eftir því að einhver karlinn komi og bjargi þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Síðastliðinn föstudag þegar við, hinir hundtryggu lesendur Morgunblaðsins, fengum blaðið í hendurnar og flettum upp á síðu 34 gat þar að líta Orð dagsins sem að þessu sinni voru úr Markúsarguðspjallinu: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjalfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ Víkverji, sem birtir renning sinn fáeinum millimetrum neðar, virtist hafa misst af þessum boðskap. Þennan dag fetti Víkverji nefnilega fingur út í að forsætisráðherra landsins, Jóhanna Sigurðardóttir, skyldi hafa reiðst í umræðum á Alþingi um þá niðurstöðu Hæstaréttar að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Víkverji ber fyrir sig barni og skrifar: „Er konan ekki amma eða langamma og á hún þá ekki að vera góð, spurði barnið ... Víkverji tekur undir með barninu – það fer ekki ömmum og langömmum vel að vera með læti, berja í borð, gretta sig og vera stöðugt í vörn.” Barnið er nafnlaust – svona eins og höfundur Víkverja jafnan er – en þó með ákveðnum greini og því tel ég líklegt að þetta sé í raun aðeins barnið í hjarta Víkverja sem ekki hefur fengið það atlæti sem nauðsynlegt er til að það þroskist. Enginn fullorðinn hefur bent því á að vitaskuld má fólk, og það af báðum kynjum, sýna tilfinningar sínar. Það má gleðjast, reiðast, gráta og hlæja. Allt þetta hefur verið gert í ræðustól Alþingis. Þar hafa meira að segja karlar, sumir jafnvel orðnir afar, farið með vísur og þær ekki alltaf góðar. Hvað er það annað en að gretta sig framan í þjóðina? Í sjónvarpsfréttum undanfarinna vikna hafa einmitt birst okkur reiðar mömmur og ömmur og langömmur í Túnis og Egyptalandi sem benda á að breytinga sé þörf. Þær hafi ekki lengur efni á að fæða afkomendur sína. Ömmurnar vita hvar skóinn kreppir. Ömmur mega líka vera alla vega. Amma mín, Ingibjörg Bjarnadóttir bóndakona í Litla-Fjarðarhorni á Ströndum, spilaði á harmonikku á sveitaböllunum og fyrir mig lék hún Óla skans. Stilltu ömmurnar sem Víkverji þykist aðeins kannast við eiga á að hættu að vera étnar af úlfum og þurfa síðan að bíða eftir því að einhver karlinn komi og bjargi þeim.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun