Sport

Park Ji-sung leikur ekki fleiri landsleiki fyrir Suður-Kóreu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Park Ji-sung leikmaður Manchester United er hættur að leika með landsliði Suður-Kóreu en hinn 29 ára gamli miðjumaður hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin ár.
Park Ji-sung leikmaður Manchester United er hættur að leika með landsliði Suður-Kóreu en hinn 29 ára gamli miðjumaður hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin ár. Nordic Photos/Getty Images

Park Ji-sung leikmaður Manchester United er hættur að leika með landsliði Suður-Kóreu en hinn 29 ára gamli miðjumaður hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin ár.

Park telur að hann geti lengt feril sinn um nokkur ár með þessari ákvörðun en hann tók þátt í Asíukeppninni með Suður-Kóreu sem fram fór á dögunum.

Park lék sinn fyrsta landsleik fyrir 11 árum og hápunkturinn á landsliðsferlinum var á HM árið 2002 þegar hann lék í undanúrslitum í keppninni sem fram fór í Suður-Kóreu og Japan.

Suður-Kórea komst í 16-liða úrslit á HM í Suður-Afríku á síðusta ári.

Hann er eini leikmaðurinn sem hefur keppt til úrslita í Meistaradeild Evrópu en Park mátti sætt sig við að tapa gegn Barcelona í Róm árið 2009, 2-0.

Frá árinu 2000 þegar Park lék sinn fyrsta landsleik hefur hann leikið 100 leiki og skorað 13 mörk. Park hefur verið í herbúðum Man Utd frá árinu 2005 og leikið 113 leiki og skorað 16 mörk. Hann var leikmaður PSV í Hollandi á árunum 2003-2005.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×