Omeyer: Erum enn hungraðir í meiri árangur Smári Jökull Jónsson í Malmö Arena skrifar 31. janúar 2011 07:00 Thierry Omeyer og Jerome Fernandez kampakátir með sigurlaun Frakka í gær. Nordic Photos / AFP Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, brosti til blaðamanna eftir sigur Frakka á Dönum, 37-35, í gær enda ástæða til. Frakkar tryggðu sér með sigrinum heimsmeistaratitilinn í annað skiptið í röð og í fjórða skiptið alls. Spánverjar unnu til bronsverðlauna eftir sigur á heimamönnum Svía í spennandi leik í gær, 24-23. En það voru Frakkar sem áttu daginn. „Við erum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag. Þetta var jafn leikur og mér fannst bæði lið leika vel en við lékum aðeins betur og erum ánægðir með okkar leik," sagði Omeyer í samtali við Fréttablaðið að leik loknum. Leikurinn í gær var frábær skemmtun. Framlengingu þurfti til að fá úrslit og reynsla Frakkanna í leikjum sem þessum skipti máli í lokin. „Munurinn var ekki mikill í dag. Við eigum leikmenn í okkar liði sem eru góðir í að gera mörk í erfiðum stöðum og á mikilvægum augnablikum. Danirnir köstuðu boltanum einnig frá sér nokkrum sinnum og ég held að þetta hafi verið munurinn á liðunum í dag," sagði Omeyer. Sjálfur hefur Omeyer oft spilað betur en hann gerði í dag, en vörn Frakka stóð vaktina vel og setti Dani oft í vandræði í sínum sóknarleik. „Vörnin var frábær oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik. En danska liðið spilar hratt og þeir eru öflugir í hraðaupphlaupum og í annarri bylgjunni. Sjálfur átti ég kannski ekki minn besta leik. Í seinni hálfleik komu Danir sér oft í góða stöðu sóknarlega en ég reyndi að halda einbeitingu allan tímann og vera með sjálfstraustið í lagi og þá á ég alltaf möguleika á að verja mikilvæg skot. Ég varði skot frá Mikkel Hansen í lokin sem skipti máli og ég er ánægður með það." Danir jöfnuðu metin með síðasta skoti venjulegs leiktíma og tryggðu sér þar með framlengingu. Omeyer sagði stemninguna í búningsklefanum fyrir framlenginguna þó hafa verið góða. „Við reyndum ekki að hugsa um það sem hafði gerst í lok leiksins heldur einbeita okkur að því að vinna leikinn. Við vorum ekki stressaðir og við náðum alltaf að skora þegar við þurftum á því að halda. Nikola Karabatic og Luc Abalo skoruðu mikið af mörkum og mér fannst okkar leikur í dag vera góður." Frakkar hafa verið nær ósigrandi á undanförnum árum og eru nú handhafar heims-, Evrópu- og ólympíutitla. Omeyer sagði leikmenn þó hvergi nærri sadda. „Við viljum alltaf meira og meira. Við eigum marga góða leikmenn eins og Abalo, Karabatic, Jerome Fernandez, Bertrand Gille, Michael Guigou og Didier Dinart sem hafa verið með í flestum þessum mótum og það vilja allir vinna hvern einasta leik sem við förum í. Þessi mót eru öll erfið og ef þú mætir ekki hundrað prósent klár bæði andlega og líkamlega þá vinnur þú ekki leikina. Við undirbúum okkur alltaf mjög vel fyrir okkar leiki og við höfum alltaf í huga að við getum tapað." „Í okkar lið vantaði einnig leikmenn eins og Guillaume Gille og Daniel Narcisse en mér fannst ungu leikmennirnir okkar standa sig virkilega vel í þessu móti," sagði auðmjúkur Omeyer að lokum í samtali við Fréttablaðið. Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, brosti til blaðamanna eftir sigur Frakka á Dönum, 37-35, í gær enda ástæða til. Frakkar tryggðu sér með sigrinum heimsmeistaratitilinn í annað skiptið í röð og í fjórða skiptið alls. Spánverjar unnu til bronsverðlauna eftir sigur á heimamönnum Svía í spennandi leik í gær, 24-23. En það voru Frakkar sem áttu daginn. „Við erum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag. Þetta var jafn leikur og mér fannst bæði lið leika vel en við lékum aðeins betur og erum ánægðir með okkar leik," sagði Omeyer í samtali við Fréttablaðið að leik loknum. Leikurinn í gær var frábær skemmtun. Framlengingu þurfti til að fá úrslit og reynsla Frakkanna í leikjum sem þessum skipti máli í lokin. „Munurinn var ekki mikill í dag. Við eigum leikmenn í okkar liði sem eru góðir í að gera mörk í erfiðum stöðum og á mikilvægum augnablikum. Danirnir köstuðu boltanum einnig frá sér nokkrum sinnum og ég held að þetta hafi verið munurinn á liðunum í dag," sagði Omeyer. Sjálfur hefur Omeyer oft spilað betur en hann gerði í dag, en vörn Frakka stóð vaktina vel og setti Dani oft í vandræði í sínum sóknarleik. „Vörnin var frábær oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik. En danska liðið spilar hratt og þeir eru öflugir í hraðaupphlaupum og í annarri bylgjunni. Sjálfur átti ég kannski ekki minn besta leik. Í seinni hálfleik komu Danir sér oft í góða stöðu sóknarlega en ég reyndi að halda einbeitingu allan tímann og vera með sjálfstraustið í lagi og þá á ég alltaf möguleika á að verja mikilvæg skot. Ég varði skot frá Mikkel Hansen í lokin sem skipti máli og ég er ánægður með það." Danir jöfnuðu metin með síðasta skoti venjulegs leiktíma og tryggðu sér þar með framlengingu. Omeyer sagði stemninguna í búningsklefanum fyrir framlenginguna þó hafa verið góða. „Við reyndum ekki að hugsa um það sem hafði gerst í lok leiksins heldur einbeita okkur að því að vinna leikinn. Við vorum ekki stressaðir og við náðum alltaf að skora þegar við þurftum á því að halda. Nikola Karabatic og Luc Abalo skoruðu mikið af mörkum og mér fannst okkar leikur í dag vera góður." Frakkar hafa verið nær ósigrandi á undanförnum árum og eru nú handhafar heims-, Evrópu- og ólympíutitla. Omeyer sagði leikmenn þó hvergi nærri sadda. „Við viljum alltaf meira og meira. Við eigum marga góða leikmenn eins og Abalo, Karabatic, Jerome Fernandez, Bertrand Gille, Michael Guigou og Didier Dinart sem hafa verið með í flestum þessum mótum og það vilja allir vinna hvern einasta leik sem við förum í. Þessi mót eru öll erfið og ef þú mætir ekki hundrað prósent klár bæði andlega og líkamlega þá vinnur þú ekki leikina. Við undirbúum okkur alltaf mjög vel fyrir okkar leiki og við höfum alltaf í huga að við getum tapað." „Í okkar lið vantaði einnig leikmenn eins og Guillaume Gille og Daniel Narcisse en mér fannst ungu leikmennirnir okkar standa sig virkilega vel í þessu móti," sagði auðmjúkur Omeyer að lokum í samtali við Fréttablaðið.
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira