Handbolti

Nielsen staðfestir að Guðjón Valur fari til AGK í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Löwen.
Guðjón Valur í leik með Löwen.
Skartgripajöfurinn danski, Jesper Nielsen, hefur staðfest að íslenski landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson muni spila með danska liðinu AGK á næstu leiktíð.

Það er nokkuð síðan Nielsen lýsti því yfir að Guðjón Valur færi til Danmerkur og honum hefur nú tekist að ná samningum við Guðjón Val sem leikur með Rhein-Neckar Löwen.

Það verður væntanlega fjöldi Íslendinga hjá liðinu næsta vetur því þeir Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson eru líka á leiðinni frá Löwen til AGK.

Fyrir hjá AGK eru síðan Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson. AGK á einnig Ólaf Guðmundsson sem var lánaður til FH í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×