GlaxoSmithKline fær risasekt vegna sölu gallaðra lyfja 27. október 2010 12:50 Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti um sektina og skaðabæturnar á fundi í Boston í gærdag. Þar segir að sektin sé upp á 150 milljónir dollara og skaðabætur til neytenda nemi um 600 milljónum dollara. Þetta er mesta sekt sem lyfjafyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í sögunni.Fram kemur í frétt um málið í New York Times að í heildina hafi GlaxoSmithKline framleitt 20 lyf þar sem fyllsta öryggis var ekki gætt. Lyf þessi voru framleidd í verksmiðju lyfjarisans í Puerto Rico sem vitað var að átti við mengunarvandamál að glíma í áravís.Cheryl D. Echard fyrrum gæðastjórnandi GlaxoSmithKline mun hafa aðvarað stjórn lyfjarisans oft og mörgum sinnum um vandamálin í Puerto Rico. Stjórnin ákvað að reka Echard í stað þess að taka aðvaranir hennar alvarlega.Meðal þeirra lyfja sem hér um ræðir er þunglyndislyfið Paxil, kremið Bactroban, sykursýkislyfið Avandia og hjartalyfið Coreg. Ekki er vitað um að nokkur hafi veikst vegna þessara lyfja og aukaverkanir er erfitt að greina.Lögmaður á vegum Bandaríkjastjórnar segir að rannsókninni á málefnum GlaxoSmithKline sé ekki lokið. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti um sektina og skaðabæturnar á fundi í Boston í gærdag. Þar segir að sektin sé upp á 150 milljónir dollara og skaðabætur til neytenda nemi um 600 milljónum dollara. Þetta er mesta sekt sem lyfjafyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í sögunni.Fram kemur í frétt um málið í New York Times að í heildina hafi GlaxoSmithKline framleitt 20 lyf þar sem fyllsta öryggis var ekki gætt. Lyf þessi voru framleidd í verksmiðju lyfjarisans í Puerto Rico sem vitað var að átti við mengunarvandamál að glíma í áravís.Cheryl D. Echard fyrrum gæðastjórnandi GlaxoSmithKline mun hafa aðvarað stjórn lyfjarisans oft og mörgum sinnum um vandamálin í Puerto Rico. Stjórnin ákvað að reka Echard í stað þess að taka aðvaranir hennar alvarlega.Meðal þeirra lyfja sem hér um ræðir er þunglyndislyfið Paxil, kremið Bactroban, sykursýkislyfið Avandia og hjartalyfið Coreg. Ekki er vitað um að nokkur hafi veikst vegna þessara lyfja og aukaverkanir er erfitt að greina.Lögmaður á vegum Bandaríkjastjórnar segir að rannsókninni á málefnum GlaxoSmithKline sé ekki lokið.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira