Söngur með presti hefur ekki skaðað mig Tinna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2010 00:01 Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður!
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun