Skulda skatt vegna séreignasparnaðar 2. september 2010 07:00 Fólk með séreignasparnað hjá KB ráðgjöf gæti átt yfir höfði sér tugþúsunda bakreikninga frá skattinum. Ástæðan er vinnulag fyrirtækisins við innheimtu sölu- og upphafsgjalda, sem hingað til hefur ekki verið greiddur skattur af. Viðskiptavinir Vista, séreignasparnaðarleiðar KB ráðgjafar, gætu átt von á tugþúsunda bakreikningi frá skattinum. Ástæðan er sú að sex greiðslur, frá þriðja mánuði samningstíma til þess áttunda, renna ekki í sparnað, sem er undanþeginn skatti, heldur í upphafsþóknun til fyrirtækisins. Ákvæði um greiðslur viðskiptavina í upphafsþóknun KB ráðgjafar koma fram á samningum og er samkvæmt upplýsingum frá Arion banka, löglegt. Niðurstaða athugunar Ríkisskattstjóra er sú að þær greiðslur hafi ekki átt að vera frádráttarbærar skatti líkt og aðrar greiðslur í séreignasparnað. Viðbótarlífeyrissparnaður er fjögur prósent af heildartekjum einstaklinga fyrir skatt. Er það heimilt samkvæmt skattalögum, sé fjárhæðunum varið í sparnað. En sé fjármagninu varið í afleiddan kostnað, eins og söluþóknanir fyrirtækja, stangast það á við lög. Hefur Ríkisskattstjóri þá heimild til þess að rukka inn skatta af þessum tekjum viðskiptavina Vista, fjögur ár aftur í tímann. Ríkisskattstjóri sendi umsögn um málið til fjármálaráðuneytisins þann 19. apríl síðastliðinn í kjölfar fyrirspurnar ráðuneytisins. Kemur þar fram að nauðsynlegt sé að gera greinamun á því hvort verið sé að draga frá skattskyldum tekjum með beinum hætti afmarkaða fjárhæð vegna framlaga, það er aukins sparnaðar, eða hins vegar afleiddan kostnað, eins og söluþóknun þeirra sem seldu viðkomandi vöruna. Með öðrum orðum er sá einstaklingur sem borgar fjögur prósent af launum sínum fyrir skatt, að borga þóknun til KB ráðgjafar í sex mánuði, einnig skattfrjálst. Slíkt er ólöglegt og hefur Ríkisskattstjóri því fulla heimild til þess að innheimta þessar vangoldnu skatttekjur hjá viðskiptavinum fyrirtækjanna. Indriði H. Þorláksson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir að fyrirtækin sem bjóða sparnaðinn hafi undanfarið verið að skoða fyrirkomulagið. „Þau hafa staðið í ágreiningi við skattayfirvöld um þetta og því leitaði ráðuneytið álits Ríkisskattstjóra um málið," segir hann. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Viðskiptavinir Vista, séreignasparnaðarleiðar KB ráðgjafar, gætu átt von á tugþúsunda bakreikningi frá skattinum. Ástæðan er sú að sex greiðslur, frá þriðja mánuði samningstíma til þess áttunda, renna ekki í sparnað, sem er undanþeginn skatti, heldur í upphafsþóknun til fyrirtækisins. Ákvæði um greiðslur viðskiptavina í upphafsþóknun KB ráðgjafar koma fram á samningum og er samkvæmt upplýsingum frá Arion banka, löglegt. Niðurstaða athugunar Ríkisskattstjóra er sú að þær greiðslur hafi ekki átt að vera frádráttarbærar skatti líkt og aðrar greiðslur í séreignasparnað. Viðbótarlífeyrissparnaður er fjögur prósent af heildartekjum einstaklinga fyrir skatt. Er það heimilt samkvæmt skattalögum, sé fjárhæðunum varið í sparnað. En sé fjármagninu varið í afleiddan kostnað, eins og söluþóknanir fyrirtækja, stangast það á við lög. Hefur Ríkisskattstjóri þá heimild til þess að rukka inn skatta af þessum tekjum viðskiptavina Vista, fjögur ár aftur í tímann. Ríkisskattstjóri sendi umsögn um málið til fjármálaráðuneytisins þann 19. apríl síðastliðinn í kjölfar fyrirspurnar ráðuneytisins. Kemur þar fram að nauðsynlegt sé að gera greinamun á því hvort verið sé að draga frá skattskyldum tekjum með beinum hætti afmarkaða fjárhæð vegna framlaga, það er aukins sparnaðar, eða hins vegar afleiddan kostnað, eins og söluþóknun þeirra sem seldu viðkomandi vöruna. Með öðrum orðum er sá einstaklingur sem borgar fjögur prósent af launum sínum fyrir skatt, að borga þóknun til KB ráðgjafar í sex mánuði, einnig skattfrjálst. Slíkt er ólöglegt og hefur Ríkisskattstjóri því fulla heimild til þess að innheimta þessar vangoldnu skatttekjur hjá viðskiptavinum fyrirtækjanna. Indriði H. Þorláksson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir að fyrirtækin sem bjóða sparnaðinn hafi undanfarið verið að skoða fyrirkomulagið. „Þau hafa staðið í ágreiningi við skattayfirvöld um þetta og því leitaði ráðuneytið álits Ríkisskattstjóra um málið," segir hann. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira