Innlent

Kreppunni lokið

Höskuldur Kári Schram skrifar
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur verið hér á landi undanfarnar tvær vikur til að undirbúa þriðju endurskoðun sjóðsins á efnhagsáætlun Íslandi. Nefndin hefur meðal annars fundað með íslenskum stjórnvöldum til að fara yfir fjárlagahugmyndir næsta árs en miðað er við að stjórn sjóðsins afgreiði þriðju endurskoðun í lok sumars.

Gangi það eftir fá Íslendingar aðgang að um 100 milljarða króna láni til viðbótar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi.

Formaður sendinefndar AGS er ánægður með þann árangur sem hefur náðst í efnhagsmálum á undanförnum mánuðum.

"Tæknilega er kreppunni lokið, við sáum jákvæðan vöxt í hagkerfinu á seinni hluta ársins 2009 og nú í byrjun þessa árs. Ég hugsa að almenningur muni ekki taka því að kreppunni sé lokið, við erum enn á botninum og eigum langa leið fyrir höndum. Það eru jákvæð teikn á lofti að vandamál Íslands séu vonandi að baki."

Nefndin ætlar að gefa sér tvær vikur til að meta áhrif dóms hæstaréttar í myntkörfumálunum en Flanagan telur að niðurstaðan ógni ekki fjármálakerfi landsins.

Flanagan segir mikilvægt að stjórnvöld taki upplýsta ákvörðun og vísar því á bug sjóðurinn hafi beitt þrýstingi í málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×