Handbolti

Lið Alfreðs og Dags drógust saman í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar og THW Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar mætast í átta liða úrslit þýska bikarsins en það var dregið í kvöld. Füchse Berlin sló HSV Hamburg út úr 16 liða úrslitunum en hafði ekki heppnina með sér því liðið mætir sjálfum þýsku meisturunum í næstu umferð.

Leikirnir fara fram 2. mars næstkomandi en fjögurra liða úrslit þýska bikarsins fara síðan fram í 7. og 8. maíþ Undanúrslitaleikirnir fara þá fram um sömu helgi og úrslitaleikurinn.

Það var eitt annað Íslendingalið í pottinum en Rhein-Neckar Löwen, liðs Guðmundar Guðmundssonar, drógst á móti MT Melsungen.



Þessi lið mætast í átta liða úrslitum:


VfL Bad Schwartau - SG Flensburg-Handewitt

Frisch Auf Göppingen - SC Magdeburg

Rhein-Neckar Löwen - MT Melsungen

Füchse Berlin - THW Kiel






Fleiri fréttir

Sjá meira


×