Engin flugeldasýning Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2010 06:00 Upp og niður stigann. Tónlist ** Upp og niður stigann Sálin hans Jóns míns og Stórsveit Reykjavíkur Sálin hans Jóns míns er ein fremsta hljómsveit íslenskrar dægurlagasögu. Um það verður ekki deilt. Sveitin hefur gert frábæra hluti. En hún hefur líka slegið sínar feilnótur. Eins og allir myndu gera á jafn farsælum ferli. Upp og niður stigann, fyrsta hljóðversplata Sálarinnar í fimm ár, fellur því miður í síðarnefnda flokkinn. Sálin nýtur liðstyrks Stórsveitar Reykjavíkur á plötunni en samstarfið nær ekki þeim hæðum sem maður getur gert kröfu um þegar slíkir fagmenn taka höndum saman. Vandamálið við Upp og niður stigann er ekki skortur á fagmennsku. Síður en svo. Hljóðfæraleikurinn og sándið er eins gott og á verður kosið. Og platan er ekkert vond, hún er bara ekki nógu skemmtileg. Fyrir utan hefðbundna „Sálarlagið" Fyrir utan gluggann þinn og Jens Hansson-slagarann Á morgun kemur annar dagur þá er ekkert sem æsir upp í manni Sálardýrið. Byrjunin á Meira en nóg bauð upp á eitthvað verulega forvitnilegt en svo fjarar undan laginu. Því miður. Að öðru leyti eru lagasmíðarnar frekar lítið spennandi, útsetningarnar eru ekki nein flugeldasýning eins og maður hefði fyrirfram búist við af samstarfi Samúels J. Samúelssonar, blásarameistara íslenska lýðveldisins, og Guðmundi Jónssyni, gítarriffkóngi þjóðarinnar. Og þegar ég hugsa betur um plötuna þá er eiginlega mesta svekkelsið að Sálinni tekst ekki að koma mér á óvart. Þar sem ég er laumufarþegi í Sálarskipinu og mér hefur fundist sveitin verða betri og betri með aldrinum þá er Upp og niður stigann ákveðið skipbrot; það er ekkert alvarlegt en Sálin getur einfaldlega betur. Niðurstaða: Það skortir ekkert upp á fagmennskuna á Upp og niður stigann en hún nær hins vegar ekki þeim hæðum sem hægt er að gera kröfu um þegar slíkir fagmenn taka höndum saman. Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist ** Upp og niður stigann Sálin hans Jóns míns og Stórsveit Reykjavíkur Sálin hans Jóns míns er ein fremsta hljómsveit íslenskrar dægurlagasögu. Um það verður ekki deilt. Sveitin hefur gert frábæra hluti. En hún hefur líka slegið sínar feilnótur. Eins og allir myndu gera á jafn farsælum ferli. Upp og niður stigann, fyrsta hljóðversplata Sálarinnar í fimm ár, fellur því miður í síðarnefnda flokkinn. Sálin nýtur liðstyrks Stórsveitar Reykjavíkur á plötunni en samstarfið nær ekki þeim hæðum sem maður getur gert kröfu um þegar slíkir fagmenn taka höndum saman. Vandamálið við Upp og niður stigann er ekki skortur á fagmennsku. Síður en svo. Hljóðfæraleikurinn og sándið er eins gott og á verður kosið. Og platan er ekkert vond, hún er bara ekki nógu skemmtileg. Fyrir utan hefðbundna „Sálarlagið" Fyrir utan gluggann þinn og Jens Hansson-slagarann Á morgun kemur annar dagur þá er ekkert sem æsir upp í manni Sálardýrið. Byrjunin á Meira en nóg bauð upp á eitthvað verulega forvitnilegt en svo fjarar undan laginu. Því miður. Að öðru leyti eru lagasmíðarnar frekar lítið spennandi, útsetningarnar eru ekki nein flugeldasýning eins og maður hefði fyrirfram búist við af samstarfi Samúels J. Samúelssonar, blásarameistara íslenska lýðveldisins, og Guðmundi Jónssyni, gítarriffkóngi þjóðarinnar. Og þegar ég hugsa betur um plötuna þá er eiginlega mesta svekkelsið að Sálinni tekst ekki að koma mér á óvart. Þar sem ég er laumufarþegi í Sálarskipinu og mér hefur fundist sveitin verða betri og betri með aldrinum þá er Upp og niður stigann ákveðið skipbrot; það er ekkert alvarlegt en Sálin getur einfaldlega betur. Niðurstaða: Það skortir ekkert upp á fagmennskuna á Upp og niður stigann en hún nær hins vegar ekki þeim hæðum sem hægt er að gera kröfu um þegar slíkir fagmenn taka höndum saman.
Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira