Handbolti

Kiel samdi við leikmann tvö ár fram í tímann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marko Vujin í leik með serbneska landsliðinu.
Marko Vujin í leik með serbneska landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts

Kiel hefur tilkynnt að félagið hefur náð samningum við serbnesku skyttuna Marko Vujin sem mun þó ekki byrja að spila með félaginu fyrr en eftir tæp tvö ár.

Vujin er 25 ára gömul örvhent skytta sem spilar nú með ungverska félaginu Veszprem og mun gera áfram næsta eina og hálfa árið. Hann skoraði þrettán mörk í sigurleik gegn þýska stórliðinu Hamburg í Meistaradeild Evrópu fyrr í mánuðinum, 33-30.

Hann mun svo koma til Kiel fyrir tímabilið 2012 en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Til stóð að hann færi til Gummersbach árið 2008 en ekkert varð af því.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×