Viðskipti innlent

Nokkuð lífsmark á fasteignamarkaðinum í borginni

Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu jókst nokkuð í vikunni miðað við síðustu mánuði.

Alls var 71 kaupsamningi þinglýst í vikunni. Til samanburðar hefur 61 samningi verið þinglýst að meðaltali á viku síðustu þrjá mánuði.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Þar segir að af heildinni voru 48 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og þrír samningar um aðrar eignir.

Heildarveltan var tæplega 2,5 milljarðuar kr. Meðalupphæð á samningi var rúmar 34,4 milljónir kr.

Á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, 10 á Akureyri og 4 á Árborgarsvæðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×