Viðskipti innlent

Hilmar Veigar Pétursson nýr formaður SUT

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP er nýr formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) og tekur við af Þórólfi Árnasyni.

Í tilkynningu segir að Samtök upplýsingatæknifyrirtækja eru starfrækt undir Samtökum iðnaðarins en innan SUT eru fimmtíu fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði með á annað þúsund starfsmönnum.

Hilmar var áður varaformaður SUT en við því embætti tekur Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell. Þá má geta þess að Hilmar hlaut nýlega titilinn maður ársins í viðskiptalífinu, ásamt Jóni Sigurðssyni forstjóra Össurar, samkvæmt Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×