Fólk í miklum vanskilum skemmir bílana 11. febrúar 2010 08:10 Vanskil einstaklinga og fyrirtækja með bíla í rekstrarleigu hafa aukist milli ára. Dæmi eru um að viðskiptavinir skemmi bíla og taki vélarhluta úr þeim áður en þeim er skilað.„Við reynum að bregðast við vanda viðskiptavina okkar. En oft dugir það ekki til. Við getum ekki gert meira en í boði er," segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar. Hann er langþreyttur á háværum mótmælum viðskiptavina eignaleigufyrirtækja. Nokkrir hinna háværustu hafa lengi glímt við fjármagnserfiðleika, sumir ekki greitt fyrstu afborgun af rekstrarleigu en koma fram í fjölmiðlum sem fórnarlömb, að hans sögn.Talið er að í kringum sextíu þúsund bílar séu í rekstrarleigu hjá einstaklingum og fyrirtækjum í landinu. Kjartan segir vanskil hafa aukist en vill hvorki nefna breytingu á milli ára né hversu marga bíla SP-Fjármögnun hafi tekið af fólki. Hann segir suma viðskiptavini trega til að láta bílana af hendi.Dæmi eru um að viðskiptavinir SP-Fjármögnunar hafi skemmt bíla sem þeir höfðu í leigu áður en fyrirtækið gekk að þeim. Í sumum tilvikum eru þeir gjörónýtir. Á borði Kjartans eru nú þrjú mál af þessum toga. Þar er um að ræða tvo vélsleða og Porsche-sportbíl, sem búið er að taka vélar úr, og nýlegan Volvo, sem dekkin hafa verið tekin undan. Þá leikur grunur á að bílar sem ekki finnast hafi verið sendir úr landi. „Það er hreinn og klár þjófnaður," segir hann.Forsvarsmenn annarra eignaleiga segja vanskil hafa aukist og einhverjar skemmdir unnar á bílunum. Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, segir alltaf eitthvað um þær.Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, bendir á að misjafn sauður sé í mörgu fé. Hann vill þó ekki taka undir að viðskiptavinir skemmi bíla í rekstrarleigu. „Það koma alltaf upp tilvik sem við myndum vilja hafa öðruvísi," segir hann. Þótt vanskil hafi aukist milli ára sé það í hlutfalli við mikla fjölgun lánasamninga, að hans sögn. -Jonab Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Vanskil einstaklinga og fyrirtækja með bíla í rekstrarleigu hafa aukist milli ára. Dæmi eru um að viðskiptavinir skemmi bíla og taki vélarhluta úr þeim áður en þeim er skilað.„Við reynum að bregðast við vanda viðskiptavina okkar. En oft dugir það ekki til. Við getum ekki gert meira en í boði er," segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar. Hann er langþreyttur á háværum mótmælum viðskiptavina eignaleigufyrirtækja. Nokkrir hinna háværustu hafa lengi glímt við fjármagnserfiðleika, sumir ekki greitt fyrstu afborgun af rekstrarleigu en koma fram í fjölmiðlum sem fórnarlömb, að hans sögn.Talið er að í kringum sextíu þúsund bílar séu í rekstrarleigu hjá einstaklingum og fyrirtækjum í landinu. Kjartan segir vanskil hafa aukist en vill hvorki nefna breytingu á milli ára né hversu marga bíla SP-Fjármögnun hafi tekið af fólki. Hann segir suma viðskiptavini trega til að láta bílana af hendi.Dæmi eru um að viðskiptavinir SP-Fjármögnunar hafi skemmt bíla sem þeir höfðu í leigu áður en fyrirtækið gekk að þeim. Í sumum tilvikum eru þeir gjörónýtir. Á borði Kjartans eru nú þrjú mál af þessum toga. Þar er um að ræða tvo vélsleða og Porsche-sportbíl, sem búið er að taka vélar úr, og nýlegan Volvo, sem dekkin hafa verið tekin undan. Þá leikur grunur á að bílar sem ekki finnast hafi verið sendir úr landi. „Það er hreinn og klár þjófnaður," segir hann.Forsvarsmenn annarra eignaleiga segja vanskil hafa aukist og einhverjar skemmdir unnar á bílunum. Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, segir alltaf eitthvað um þær.Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, bendir á að misjafn sauður sé í mörgu fé. Hann vill þó ekki taka undir að viðskiptavinir skemmi bíla í rekstrarleigu. „Það koma alltaf upp tilvik sem við myndum vilja hafa öðruvísi," segir hann. Þótt vanskil hafi aukist milli ára sé það í hlutfalli við mikla fjölgun lánasamninga, að hans sögn. -Jonab
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent