Fólk í miklum vanskilum skemmir bílana 11. febrúar 2010 08:10 Vanskil einstaklinga og fyrirtækja með bíla í rekstrarleigu hafa aukist milli ára. Dæmi eru um að viðskiptavinir skemmi bíla og taki vélarhluta úr þeim áður en þeim er skilað.„Við reynum að bregðast við vanda viðskiptavina okkar. En oft dugir það ekki til. Við getum ekki gert meira en í boði er," segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar. Hann er langþreyttur á háværum mótmælum viðskiptavina eignaleigufyrirtækja. Nokkrir hinna háværustu hafa lengi glímt við fjármagnserfiðleika, sumir ekki greitt fyrstu afborgun af rekstrarleigu en koma fram í fjölmiðlum sem fórnarlömb, að hans sögn.Talið er að í kringum sextíu þúsund bílar séu í rekstrarleigu hjá einstaklingum og fyrirtækjum í landinu. Kjartan segir vanskil hafa aukist en vill hvorki nefna breytingu á milli ára né hversu marga bíla SP-Fjármögnun hafi tekið af fólki. Hann segir suma viðskiptavini trega til að láta bílana af hendi.Dæmi eru um að viðskiptavinir SP-Fjármögnunar hafi skemmt bíla sem þeir höfðu í leigu áður en fyrirtækið gekk að þeim. Í sumum tilvikum eru þeir gjörónýtir. Á borði Kjartans eru nú þrjú mál af þessum toga. Þar er um að ræða tvo vélsleða og Porsche-sportbíl, sem búið er að taka vélar úr, og nýlegan Volvo, sem dekkin hafa verið tekin undan. Þá leikur grunur á að bílar sem ekki finnast hafi verið sendir úr landi. „Það er hreinn og klár þjófnaður," segir hann.Forsvarsmenn annarra eignaleiga segja vanskil hafa aukist og einhverjar skemmdir unnar á bílunum. Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, segir alltaf eitthvað um þær.Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, bendir á að misjafn sauður sé í mörgu fé. Hann vill þó ekki taka undir að viðskiptavinir skemmi bíla í rekstrarleigu. „Það koma alltaf upp tilvik sem við myndum vilja hafa öðruvísi," segir hann. Þótt vanskil hafi aukist milli ára sé það í hlutfalli við mikla fjölgun lánasamninga, að hans sögn. -Jonab Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Vanskil einstaklinga og fyrirtækja með bíla í rekstrarleigu hafa aukist milli ára. Dæmi eru um að viðskiptavinir skemmi bíla og taki vélarhluta úr þeim áður en þeim er skilað.„Við reynum að bregðast við vanda viðskiptavina okkar. En oft dugir það ekki til. Við getum ekki gert meira en í boði er," segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar. Hann er langþreyttur á háværum mótmælum viðskiptavina eignaleigufyrirtækja. Nokkrir hinna háværustu hafa lengi glímt við fjármagnserfiðleika, sumir ekki greitt fyrstu afborgun af rekstrarleigu en koma fram í fjölmiðlum sem fórnarlömb, að hans sögn.Talið er að í kringum sextíu þúsund bílar séu í rekstrarleigu hjá einstaklingum og fyrirtækjum í landinu. Kjartan segir vanskil hafa aukist en vill hvorki nefna breytingu á milli ára né hversu marga bíla SP-Fjármögnun hafi tekið af fólki. Hann segir suma viðskiptavini trega til að láta bílana af hendi.Dæmi eru um að viðskiptavinir SP-Fjármögnunar hafi skemmt bíla sem þeir höfðu í leigu áður en fyrirtækið gekk að þeim. Í sumum tilvikum eru þeir gjörónýtir. Á borði Kjartans eru nú þrjú mál af þessum toga. Þar er um að ræða tvo vélsleða og Porsche-sportbíl, sem búið er að taka vélar úr, og nýlegan Volvo, sem dekkin hafa verið tekin undan. Þá leikur grunur á að bílar sem ekki finnast hafi verið sendir úr landi. „Það er hreinn og klár þjófnaður," segir hann.Forsvarsmenn annarra eignaleiga segja vanskil hafa aukist og einhverjar skemmdir unnar á bílunum. Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, segir alltaf eitthvað um þær.Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, bendir á að misjafn sauður sé í mörgu fé. Hann vill þó ekki taka undir að viðskiptavinir skemmi bíla í rekstrarleigu. „Það koma alltaf upp tilvik sem við myndum vilja hafa öðruvísi," segir hann. Þótt vanskil hafi aukist milli ára sé það í hlutfalli við mikla fjölgun lánasamninga, að hans sögn. -Jonab
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira