Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi fyrir að svipta mann frelsinu

Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem er gefið að sök að hafa svipt annan mann frelsi og neytt hann til þess að stela verkfæratösku í Reykjanesbæ í vor. Þá var manninum haldið næturlangt nauðugum auk þess sem hann þurfti að sæta verulegu ofbeldi.

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skilaði inn sérákvæði þar sem hann taldi ekki nægjanleg lagarök fyrir því að maðurinn sætti varðahaldi mikið lengur.

Engu að síður var fallist á framlengingu gæsluvarðhaldsins sem rennur út 23. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×