Um 4 miljónir heimsókna á heimasíðu Mílu 20. apríl 2010 10:34 Nú hafa komið um 4 milljónir heimsókna á heimasíðu Mílu til að fylgjast með gosinu frá því Míla setti upp fyrstu myndavélarnar á gossvæðinu. Heimsóknirnar koma frá löndum frá öllum heimsálfum og eru aðeins 4 lönd/landsvæði eftir sem ekki hafa enn nýtt sér myndavélar Mílu, Norður-Kórea, Sómalía, Svalbarði/Jan Mayen og Vestur-Sahara.Í tilkynningu segir að samkvæmt mælingum á notkun á vefmyndavélum Mílu sem Modernus hóf að mæla síðastliðinn fimmtudag, þá er heimasíða Mílu orðin stærsta heimasíðan á landinu og með langflestar heimsóknir.Frá fimmtudagskvöldi og til miðnættis á sunnudag var fjöldi stakra heimsókna á vefmyndavélar Mílu um 1.112.000 talsins en þessar tölur er hægt að sjá á heimasíðu Modernus. Í tilkynningu sinni í dag segir Modernus : ,,Aldrei áður í 10 ára vefmælisögu sinni, hefur Modernus upplifað annað eins skot á gagnagrunninn. Þá eru tímasetningar eins og 11.september, silfrið á Ólympíuleikunum 2008 og bronsið á Evrópumeistaramótinu í fyrra með taldar." Mælingar hafa aðeins staðið í nokkra daga og hefur heimasíða Mílu nú þegar sprengt allar tölur og áhuginn á gosinu er engu líkur.Vinsældir myndavélanna hafa því verið hreint út sagt ótrúlegar. Margar stærstu fréttastöðvar heims hafa haft samband við Mílu og óskað eftir leyfi til að nota myndir frá vélunum á sínum fréttasíðum, en áhugi erlendra fréttamiðla á gosinu hefur verið mjög mikill, enda áhrif gossins gífurleg um alla álfuna. Einnig hefur fjöldi fólks frá ýmsum löndum verið í sambandi við Mílu vegna vélanna, bæði til að spyrjast fyrir um gosið og til að þakka fyrir þessa frábæru þjónustu.Þegar gosið færðist frá Fimmvörðuhálsi og yfir á Hábungu Eyjafjallajökuls brást Míla hratt við og sneri myndavélum sínum á Valahnúk og Þórólfsfelli að nýju gosstöðvunum. Frá Hvolsvelli er einnig mjög gott útsýni til gosstöðvanna og sýnir myndavél Mílu á Hvolsvelli mjög vel gufustrókana og öskuna sem gengið hefur úr jöklinum síðustu daga.Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og koparstrengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Nú hafa komið um 4 milljónir heimsókna á heimasíðu Mílu til að fylgjast með gosinu frá því Míla setti upp fyrstu myndavélarnar á gossvæðinu. Heimsóknirnar koma frá löndum frá öllum heimsálfum og eru aðeins 4 lönd/landsvæði eftir sem ekki hafa enn nýtt sér myndavélar Mílu, Norður-Kórea, Sómalía, Svalbarði/Jan Mayen og Vestur-Sahara.Í tilkynningu segir að samkvæmt mælingum á notkun á vefmyndavélum Mílu sem Modernus hóf að mæla síðastliðinn fimmtudag, þá er heimasíða Mílu orðin stærsta heimasíðan á landinu og með langflestar heimsóknir.Frá fimmtudagskvöldi og til miðnættis á sunnudag var fjöldi stakra heimsókna á vefmyndavélar Mílu um 1.112.000 talsins en þessar tölur er hægt að sjá á heimasíðu Modernus. Í tilkynningu sinni í dag segir Modernus : ,,Aldrei áður í 10 ára vefmælisögu sinni, hefur Modernus upplifað annað eins skot á gagnagrunninn. Þá eru tímasetningar eins og 11.september, silfrið á Ólympíuleikunum 2008 og bronsið á Evrópumeistaramótinu í fyrra með taldar." Mælingar hafa aðeins staðið í nokkra daga og hefur heimasíða Mílu nú þegar sprengt allar tölur og áhuginn á gosinu er engu líkur.Vinsældir myndavélanna hafa því verið hreint út sagt ótrúlegar. Margar stærstu fréttastöðvar heims hafa haft samband við Mílu og óskað eftir leyfi til að nota myndir frá vélunum á sínum fréttasíðum, en áhugi erlendra fréttamiðla á gosinu hefur verið mjög mikill, enda áhrif gossins gífurleg um alla álfuna. Einnig hefur fjöldi fólks frá ýmsum löndum verið í sambandi við Mílu vegna vélanna, bæði til að spyrjast fyrir um gosið og til að þakka fyrir þessa frábæru þjónustu.Þegar gosið færðist frá Fimmvörðuhálsi og yfir á Hábungu Eyjafjallajökuls brást Míla hratt við og sneri myndavélum sínum á Valahnúk og Þórólfsfelli að nýju gosstöðvunum. Frá Hvolsvelli er einnig mjög gott útsýni til gosstöðvanna og sýnir myndavél Mílu á Hvolsvelli mjög vel gufustrókana og öskuna sem gengið hefur úr jöklinum síðustu daga.Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og koparstrengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira