Viðskipti innlent

Um 4 miljónir heimsókna á heimasíðu Mílu

Nú hafa komið um 4 milljónir heimsókna á heimasíðu Mílu til að fylgjast með gosinu frá því Míla setti upp fyrstu myndavélarnar á gossvæðinu. Heimsóknirnar koma frá löndum frá öllum heimsálfum og eru aðeins 4 lönd/landsvæði eftir sem ekki hafa enn nýtt sér myndavélar Mílu, Norður-Kórea, Sómalía, Svalbarði/Jan Mayen og Vestur-Sahara.

Í tilkynningu segir að samkvæmt mælingum á notkun á vefmyndavélum Mílu sem Modernus hóf að mæla síðastliðinn fimmtudag, þá er heimasíða Mílu orðin stærsta heimasíðan á landinu og með langflestar heimsóknir.

Frá fimmtudagskvöldi og til miðnættis á sunnudag var fjöldi stakra heimsókna á vefmyndavélar Mílu um 1.112.000 talsins en þessar tölur er hægt að sjá á heimasíðu Modernus. Í tilkynningu sinni í dag segir Modernus : ,,Aldrei áður í 10 ára vefmælisögu sinni, hefur Modernus upplifað annað eins skot á gagnagrunninn. Þá eru tímasetningar eins og 11.september, silfrið á Ólympíuleikunum 2008 og bronsið á Evrópumeistaramótinu í fyrra með taldar." Mælingar hafa aðeins staðið í nokkra daga og hefur heimasíða Mílu nú þegar sprengt allar tölur og áhuginn á gosinu er engu líkur.

Vinsældir myndavélanna hafa því verið hreint út sagt ótrúlegar. Margar stærstu fréttastöðvar heims hafa haft samband við Mílu og óskað eftir leyfi til að nota myndir frá vélunum á sínum fréttasíðum, en áhugi erlendra fréttamiðla á gosinu hefur verið mjög mikill, enda áhrif gossins gífurleg um alla álfuna. Einnig hefur fjöldi fólks frá ýmsum löndum verið í sambandi við Mílu vegna vélanna, bæði til að spyrjast fyrir um gosið og til að þakka fyrir þessa frábæru þjónustu.

Þegar gosið færðist frá Fimmvörðuhálsi og yfir á Hábungu Eyjafjallajökuls brást Míla hratt við og sneri myndavélum sínum á Valahnúk og Þórólfsfelli að nýju gosstöðvunum. Frá Hvolsvelli er einnig mjög gott útsýni til gosstöðvanna og sýnir myndavél Mílu á Hvolsvelli mjög vel gufustrókana og öskuna sem gengið hefur úr jöklinum síðustu daga.

Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og koparstrengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
0,13
1
100
BRIM
0
4
28.628

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,48
102
254.535
ARION
-4,23
57
287.016
LEQ
-3,49
2
12.211
EIM
-2,06
4
23.285
TM
-1,79
1
1.964
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.