Viðskipti innlent

Stóriðja borgar fjórðung af því orkuverði sem heimili borga

Frá ársfundi Landsvirkjunar á Grand Hóteli í dag. Hörður Arnarson í pontu.
Frá ársfundi Landsvirkjunar á Grand Hóteli í dag. Hörður Arnarson í pontu.

Stóriðja borgar rúmlega fjórðung af því orkuverði sem heimili landsins borga. Stóriðjan borgar 3,3 kr. á kwst en heimilin borga 11,3 kr. á kwst miðað við gengi dollarans núna. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunnar á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. Hér er miðað við endanlegt verð íslenskra heimila, með orkuskatti, flutnings- og dreifingarkostnaði og virðisaukaskatti.

Hörður segir að Landsvirkun standi nú á tímamótum og upplýsingagjöf um orkuverðið til stóriðjunnar sé liður í því að gera rekstur félagsins opnari og gegnsærri en hann hefur verið. Launung um orkuverðið hafi hingað til alið á tortryggni í garð Landsvirkjunnar.

Fram kom í máli forstjórans að þrátt fyrir þennan mikla mun sem er á raforkuverði til stóriðju og heimila megi nefna að orkuverð til heimila hafi lækkað um tæp 20% frá árinu 2002. Einnig megi benda á að orkuverð til almennra notenda á Íslandi sé mun lægra en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar.

Hvað rekstur Landsvirkjunnar varðar almennt segir Hörður að fjármagnskostnaður sé mikill þessa stundina og aðgangur að lánsfé erlendis sé erfiður. Hinsvegar sé unnið hörðum höndum við að hámark arðgreiðslur af starfseminni til handa eigenda félagsins, það er ríkissjóði.

Ársfundur Landsvirkjunar í dag er sögulegur, því fyrirtækið er að upplýsa í fyrsta sinn um það verð sem stóriðjufyrirtækin greiða fyrir raforkuna, en til þess hefur verðið verið hulið leyndarhjúpi.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.