Skottulækningar eru bannaðar Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2010 06:00 Til þess að hér geti orðið efnahagsbati og hagvöxtur á ný þarf að flýta úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja án þess að það íþyngi ríkissjóði um of. Þetta er áréttað í tilkynningu sem Julie Kozack, nýr yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér í gær, í lok hálfsmánaðar fundalotu sendinefndarinnar með ráðamönnum hér vegna fjórðu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Hingað til hafa þeir sem hæst hefur látið í um skuldavandann fundið frjóan svörð fyrir skoðanir sínar meðal þess fólk sem komið er í hvað mestar kröggur með sín fjármál. Það má hins vegar velta fyrir sér hversu ábyrgur þessi málflutningur hefur verið. Skottulækningar eru ekki bannaðar að ástæðulausu. Andalæknar, handayfirleggjarar, höfuðbeinalesarar og lithimnusérfræðingar eru nefnilega í kjörstöðu til þess að hagnýta sér örvæntingu dauðveikra. Örvæntingin getur stundum borið skynsemina ofurliði, jafnvel svo að fólk hafni meðulum sem kunna raunverulega að gera gagn. Ef til vill þyrfti líka að koma lögum yfir þá sem boða töfralausnir í efnahagsmálum því ítrekað skjóta aftur upp kollinum draugar sem kveðnir höfðu verið niður áður með góðum rökum. Má þar nefna drauga á borð við einhliða upptöku annarrar myntar og flata afskrift skulda. Síðan í ársbyrjun 2009 hefur reglulega þurft að árétta að almenn og flöt niðurfærsla skulda er vanhugsað og heimskulegt ráð sem kostar mikið og gagnast fáum. Veltir maður fyrir sér hvað þeim í raun gangi til sem enn eru að berja höfðinu við þann stein, sér í lagi eftir að kunn er sú niðurstaða sem sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins reiknaði sig að fyrir helgi. Raunar er furðulegt að þurft hafi að hafa flötu afskriftirnar með í þeim útreikningum sem ráðist var í en ef til vill er það til marks um það endalausa rót sem virðist á efnahagsumræðunni. Og kannski ósanngjarnt að kvarta yfir aðgerðaleysi þegar taka þarf eitt skref aftur á bak í umræðunni fyrir hver tvö áfram. Þeir sem þekkja til barnauppeldis vita að börnin eiga ekki að fá að ráða ferðinni þótt þau séu önug og þreytt. Þá þarf rödd skynseminnar að koma annars staðar frá. Hér virðist hins vegar stundum sem hlaupið sé á eftir dyntum hræddrar og þreyttrar þjóðar. Óttinn við að einhver reki upp ramakvein má hins vegar ekki verða til þess að nauðsynlegar aðgerðir sitji á hakanum. Nú gengur ekki að tvístigið sé öllu lengur frammi fyrir valkostunum. Slá þarf töfralausnirnar endanlega út af borðinu og klára þau mál sem liggja fyrir, hvort sem það er endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja, endurreisn fjármálakerfisins, eða samningar um Icesave. Við þurfum að komast áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Til þess að hér geti orðið efnahagsbati og hagvöxtur á ný þarf að flýta úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja án þess að það íþyngi ríkissjóði um of. Þetta er áréttað í tilkynningu sem Julie Kozack, nýr yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér í gær, í lok hálfsmánaðar fundalotu sendinefndarinnar með ráðamönnum hér vegna fjórðu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Hingað til hafa þeir sem hæst hefur látið í um skuldavandann fundið frjóan svörð fyrir skoðanir sínar meðal þess fólk sem komið er í hvað mestar kröggur með sín fjármál. Það má hins vegar velta fyrir sér hversu ábyrgur þessi málflutningur hefur verið. Skottulækningar eru ekki bannaðar að ástæðulausu. Andalæknar, handayfirleggjarar, höfuðbeinalesarar og lithimnusérfræðingar eru nefnilega í kjörstöðu til þess að hagnýta sér örvæntingu dauðveikra. Örvæntingin getur stundum borið skynsemina ofurliði, jafnvel svo að fólk hafni meðulum sem kunna raunverulega að gera gagn. Ef til vill þyrfti líka að koma lögum yfir þá sem boða töfralausnir í efnahagsmálum því ítrekað skjóta aftur upp kollinum draugar sem kveðnir höfðu verið niður áður með góðum rökum. Má þar nefna drauga á borð við einhliða upptöku annarrar myntar og flata afskrift skulda. Síðan í ársbyrjun 2009 hefur reglulega þurft að árétta að almenn og flöt niðurfærsla skulda er vanhugsað og heimskulegt ráð sem kostar mikið og gagnast fáum. Veltir maður fyrir sér hvað þeim í raun gangi til sem enn eru að berja höfðinu við þann stein, sér í lagi eftir að kunn er sú niðurstaða sem sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins reiknaði sig að fyrir helgi. Raunar er furðulegt að þurft hafi að hafa flötu afskriftirnar með í þeim útreikningum sem ráðist var í en ef til vill er það til marks um það endalausa rót sem virðist á efnahagsumræðunni. Og kannski ósanngjarnt að kvarta yfir aðgerðaleysi þegar taka þarf eitt skref aftur á bak í umræðunni fyrir hver tvö áfram. Þeir sem þekkja til barnauppeldis vita að börnin eiga ekki að fá að ráða ferðinni þótt þau séu önug og þreytt. Þá þarf rödd skynseminnar að koma annars staðar frá. Hér virðist hins vegar stundum sem hlaupið sé á eftir dyntum hræddrar og þreyttrar þjóðar. Óttinn við að einhver reki upp ramakvein má hins vegar ekki verða til þess að nauðsynlegar aðgerðir sitji á hakanum. Nú gengur ekki að tvístigið sé öllu lengur frammi fyrir valkostunum. Slá þarf töfralausnirnar endanlega út af borðinu og klára þau mál sem liggja fyrir, hvort sem það er endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja, endurreisn fjármálakerfisins, eða samningar um Icesave. Við þurfum að komast áfram.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun