Ábyrgð í undirheimum Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 28. júní 2010 06:00 Fullorðnir eiga oft í mestu vandræðum með að þræla sér í gegnum dags dagleg mannleg samskipti. Enda eru þau sannarlega ekki alltaf rakin. Fjölskyldur eru flóknari þar sem oft óskyldur hópur kemur að einu barni. Tvær mömmur og tveir pabbar, sumarfrí sem þarf að skipuleggja og uppeldisaðferðir sem þarf að samræma. Fjölskyldan er ekki lengur afmarkaður kjarnakimi sem getur tekið ákvarðanir sóló. Samsett fjölskylda í Álfheimum sem vill víxla pabbahelgum, getur átt í mestu vandræðum þar sem uppstokkun á helginni þýðir að faðirinn með helgarnar í Vesturbænum þarf þá að samræma helgarnar með börnum nýju konunnar í Mosó. Stjúptengslakeðjan getur spannað mörg bæjarfélög og haft áhrif allt norður á Húsavík. Flóknari fjölskyldutengsl eru þó ekki ein og sér að valda vandræðum. Aldurshópurinn sem lærði á tölvupóst eftir árið 2000 og spilaði ekki Super Mario Bros virðist stundum eiga jafn erfitt með að fóta sig á netinu og unglingar sem eru enn að læra á almenn samskipti í lífinu. Síðast á föstudag tók formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu til máls á flokksráðsfundi VG og átaldi flokksfélaga sína fyrir óvandaða framkomu. „Það er óheiðarlegt að gefa í skyn á fésbókinni, verandi með hátt í tvö þúsund vini, að hinn og þessi hafi ekki verið nógu góður við sig og leyfa svo öllum vinunum að geta í eyðurnar." Það var undarleg lífsreynsla að slást í för með 12 ára barni um netheima um daginn og ekki laust við að eftir þá heimsókn hafi mig langað til að koma einhverju svipuðu áleiðis til foreldra og Snærós Sindradóttir kom til skila á áðurnefndum flokksráðsfundi. Þrátt fyrir 13 ára aldurstakmark virtist stór hluti skólafélaga hafa aðgang að facebook. Vinirnir telja á hundruðum, foreldrarnir eru alls ekki alltaf hluti af þeim vinum, og skrif hvers konar um náungann, bekkjarfélaga eða jafnvel börn í öðrum hverfum, standa þeim til háðungar. Á meðan fullorðið fólk, jafnvel sjálfur þingheimur, á erfitt með að stíga til jarðar á netinu er varla hægt að ætlast til þess að börn geti það hjálparlaust. Aukin tölvunotkun ungmenna er staðreynd en aukið eftirlit foreldra virðist ekki fylgja eftir. Kannski er það skortur á kunnáttu, en það er þá hvers foreldris að tileinka sér hana. Eftirlitsleysi með tölvunotkun barna getur verið jafn alvarlegt og að skilja þau eftir um miðja nótt á Lækjartorgi. Og það er hálfaumkunarvert ef við fullorðna fólkið látum hugsunarleysi okkar sliga góða vinnu gegn einelti undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun
Fullorðnir eiga oft í mestu vandræðum með að þræla sér í gegnum dags dagleg mannleg samskipti. Enda eru þau sannarlega ekki alltaf rakin. Fjölskyldur eru flóknari þar sem oft óskyldur hópur kemur að einu barni. Tvær mömmur og tveir pabbar, sumarfrí sem þarf að skipuleggja og uppeldisaðferðir sem þarf að samræma. Fjölskyldan er ekki lengur afmarkaður kjarnakimi sem getur tekið ákvarðanir sóló. Samsett fjölskylda í Álfheimum sem vill víxla pabbahelgum, getur átt í mestu vandræðum þar sem uppstokkun á helginni þýðir að faðirinn með helgarnar í Vesturbænum þarf þá að samræma helgarnar með börnum nýju konunnar í Mosó. Stjúptengslakeðjan getur spannað mörg bæjarfélög og haft áhrif allt norður á Húsavík. Flóknari fjölskyldutengsl eru þó ekki ein og sér að valda vandræðum. Aldurshópurinn sem lærði á tölvupóst eftir árið 2000 og spilaði ekki Super Mario Bros virðist stundum eiga jafn erfitt með að fóta sig á netinu og unglingar sem eru enn að læra á almenn samskipti í lífinu. Síðast á föstudag tók formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu til máls á flokksráðsfundi VG og átaldi flokksfélaga sína fyrir óvandaða framkomu. „Það er óheiðarlegt að gefa í skyn á fésbókinni, verandi með hátt í tvö þúsund vini, að hinn og þessi hafi ekki verið nógu góður við sig og leyfa svo öllum vinunum að geta í eyðurnar." Það var undarleg lífsreynsla að slást í för með 12 ára barni um netheima um daginn og ekki laust við að eftir þá heimsókn hafi mig langað til að koma einhverju svipuðu áleiðis til foreldra og Snærós Sindradóttir kom til skila á áðurnefndum flokksráðsfundi. Þrátt fyrir 13 ára aldurstakmark virtist stór hluti skólafélaga hafa aðgang að facebook. Vinirnir telja á hundruðum, foreldrarnir eru alls ekki alltaf hluti af þeim vinum, og skrif hvers konar um náungann, bekkjarfélaga eða jafnvel börn í öðrum hverfum, standa þeim til háðungar. Á meðan fullorðið fólk, jafnvel sjálfur þingheimur, á erfitt með að stíga til jarðar á netinu er varla hægt að ætlast til þess að börn geti það hjálparlaust. Aukin tölvunotkun ungmenna er staðreynd en aukið eftirlit foreldra virðist ekki fylgja eftir. Kannski er það skortur á kunnáttu, en það er þá hvers foreldris að tileinka sér hana. Eftirlitsleysi með tölvunotkun barna getur verið jafn alvarlegt og að skilja þau eftir um miðja nótt á Lækjartorgi. Og það er hálfaumkunarvert ef við fullorðna fólkið látum hugsunarleysi okkar sliga góða vinnu gegn einelti undanfarin ár.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun