Handbolti

Heinevetter of dýr fyrir Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Silvio Heinevetter.
Silvio Heinevetter.

Það verður ekkert af því að þýski landsliðsmarkvörðurinn Silvio Heinevetter gangi í raðir Íslendingaliðsins Rhein-Neckar Löwen. Liðið sýndi mikinn áhuga á að fá markvörðinn en gat ekki sætt sig við launakröfur leikmannsins.

Heinevetter er að renna út á samningi hjá Füchse Berlin og vildi fá 800 þúsund evrur fyrir þriggja ára samning hjá Löwen. Það var meira en Löwen er til í að greiða.

Löwen leitar að markverði í stað Pólverjans Slawomir Szmal sem er á leið til Kielce.

Füchse hefur ekki gefið upp alla von um að halda Heinevetter sem ætlar greinilega að næla sér í góðan samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×