EJS og rekstrarlausnir Skýrr hafa verið sameinuð undir nafni EJS, sem verður eftirleiðis rekið sem eitt af þremur tekjusviðum Skýrr. Sameiningin var tilkynnt starfsfólki í dag. Starfsfólk sameinaðs fyrirtækis Skýrr og EJS er um 470 talsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Með ákvörðuninni um sameiningu EJS og rekstrarlausna Skýrr í eitt svið innan Skýrr er verið að blása til sóknar og er hún tekin að vel athuguðu máli. Nú stefnum við saman besta fagfólki landsins í þekkingariðnaði á einn vinnustað þar sem mannauðurinn er helsta auðlindin. Starfsfólk EJS verður um 190 talsins og myndar núna stærstu einingu landsins í rekstri, þjónustu og sölu á rekstrarlausnum og vélbúnaði," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.
Sameinað fyrirtæki þjónustar þúsundir viðskiptavini á fyrirtækjamarkaði af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt eru tugþúsundir einstaklinga á neytendamarkaði að nota hinn vinsæla vélbúnað, sem EJS selur og þjónustar - meðal annars Dell, EMC, Oracle, TrendMicro, Microsoft og Cisco. EJS er með höfuðstöðvar við Grensásveg í Reykjavík og rekur tvær verslanir, þar og á Akureyri.
Rekstrarlausnir Skýrr sameinast EJS
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent

Þrjú ráðin til Landsbyggðar
Viðskipti innlent


Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra
Viðskipti innlent

Skattakóngurinn flytur úr landi
Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður
Viðskipti innlent

Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent
